Um 30 störf auglýst vegna nýrrar stofnunar

Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Mennta- og barnamálaráðuneytið. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir starfsfólki í um 30 ný störf hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu og mennta- og barnamálaráðuneytinu í atvinnublaði Morgunblaðsins í morgun.

Stöðurnar eru auglýstar vegna nýrrar þjónustu- og þekkingarstofnunar sem tekur til starfa 1. apríl á næsta ári.

„Fram undan eru mörg spennandi og metnaðarfull verkefni þar sem móta þarf ný vinnubrögð og nálgun,” segir í auglýsingunni.

Fyrr í mánuðinum var öllu starfsfólki Menntamálastofnunar, 46 manns, sagt upp. Nýja stofnunin sem tekur við á að sinna stuðningi við kennara, skólastjórnendur og sveitarfélögin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert