Grindvíkingar fá að halda jólin heima hjá sér

Þorbjörg Halldórsdóttir og barnabarn hennar, Tinna Dögg Siggeirsdóttir, vitjuðu leiðis …
Þorbjörg Halldórsdóttir og barnabarn hennar, Tinna Dögg Siggeirsdóttir, vitjuðu leiðis ástvinar í Grindavík í gær. Nú fá þær að dvelja í bænum eins og aðrir Grindvíkingar. mbl.is/Eyþór Árnason

Íbúum Grinda­vík­ur verður heim­ilt að dvelja þar all­an sól­ar­hring­inn frá og með morg­un­deg­in­um.

Þetta til­kynn­ir lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um.

Tekið er fram að sér­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar hafi komið sam­an á fundi í morg­un kl. 9.30 þar sem farið var yfir nýj­ustu gögn. Í kjöl­farið áttu full­trú­ar Veður­stofu fund kl. 13 með lög­reglu­stjór­an­um og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þá er ít­rekað að sam­kvæmt nýju hættumat­skorti Veður­stofu sé enn met­in tölu­verð hætta á nátt­úru­ham­förum í Grinda­vík.

Fátt verður um bjarg­ir og eng­in björg­un­ar­sveit

Sér­stak­lega er tekið fram að gos geti haf­ist í Grinda­vík eða í næsta ná­grenni með skömm­um fyr­ir­vara.

„Hefj­ist gos í Grinda­vík verður fátt um bjarg­ir. Huga þarf fyrst að ör­yggi viðbragsaðila áður en kem­ur að björg­un annarra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá verði viðbragð björg­un­ar­sveita skert. Eng­in björg­un­ar­sveit verði í Grinda­vík. Liðsmenn björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í Grinda­vík verði dreifðir um landið og ekki til staðar í bæn­um.

Þá er fólk beðið um að kalla eft­ir aðstoð með því að hringja í 112.

Mögu­leg­ar flótta­leiðir

Hefj­ist gos í eða við Grinda­vík verði send út sms-skila­boð í síma inn á svæðinu með þess­um texta:

„RÝMING RÝMING!  Yf­ir­gefið svæðið hratt og ör­ugg­lega, hringið í 112 ef ykk­ur vant­ar aðstoð.  RÝMING RÝMING …….  EVACUA­TE! Lea­ve the area quickly and sa­fely, call 112 if you need help.“

Lög­regla muni sinna eft­ir­liti í og við Grinda­vík eins og verið hafi all­an sól­ar­hring­inn. 

Mögu­leg­ar flótta­leiðiir verði þá um Nes­veg, Suður­strand­ar­veg og Grinda­vík­ur­veg.

Áfram lok­un­ar­póst­ar

Bent er á að lok­un­ar­póst­ar verði á Grinda­vík­ur­vegi, Nes­vegi og Suður­strand­ar­vegi fram á ann­an dag jóla í það minnsta.

Íbúar Grinda­vík­ur, eig­end­ur fyr­ir­tækja og starfs­menn þeirra hafi heim­ild til að fara inn fyr­ir lok­un­ar­pósta all­an sól­ar­hring­inn og íbú­ar megi gista í bæn­um.

Óviðkom­andi ein­stak­ling­um verði ekki hleypt inn fyr­ir lok­un­ar­pósta að svo stöddu. Helstu fjöl­miðlar hafi heim­ild til að fara inn fyr­ir lok­un­ar­pósta.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert