„Happy jólabókaflóð,“ segir Kaninn

„Happy jólabókaflóð
„Happy jólabókaflóð" segja bókaormar í Ameríku.

„Þessi rómantíska hugmynd af okkur kúrandi með kakó í timburkofum í landi elds og ísa höfðar til margra,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, en bókaormar um allan heim hafa á síðustu árum sýnt íslenska jólabókaflóðinu sífellt meiri áhuga.

Á samfélagsmiðlum má sjá þúsundir færslna þar sem fólk fagnar þessu fyrirbæri. Hin heimsfræga leikkona Sarah Jessica Parker endurbirti á dögunum færslu um jólabókaflóðið á Instragram en þar er hún með um 10 milljónir fylgjenda. Heiðar Ingi hefur verið boðaður í viðtal í beinni útsendingu á fréttastöðinni CNN í næstu viku. „Ég þurfti að senda þeim hljóðbút því þau vildu undirbúa sig fyrir framburðinn á orðinu jólabókaflóð.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert