Sjóflutningar hækka

Kostnaðurinn hækkar um áramótin.
Kostnaðurinn hækkar um áramótin. mbl.is/Sigurður Bogi

„Skipafélögin geta ekki leyft sér að velta þessum kostnaði beint yfir á viðskiptamenn sína og þeir eiga að spyrja spurninga og fara fram á rökstuðning fyrir hækkunum félaganna,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við Morgunblaðið. Hann segir Eimskip og Samskip hafa boðað hækkanir vegna ETS-gjalda Evrópusambandsins.

Ólafur bendir á að ETS-gjaldtakan verði ekki umflúin og sé hluti af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.

Eimskip tilkynnti í gær um hækkun á sjóflutningsgjaldskrá og þjónustugjöldum um áramót, á Íslandi um 3,4% og þjónustugjöldum erlendis um 3,2-3,4%. Ofan á þessar hækkanir leggst síðan svokallað ETS-gjald sem til kemur vegna nýrra reglna um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem ætlað er að beina flutningafyrirtækjum í umhverfisvænni eldsneytiskosti og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. ETS-gjaldið leggst ofan á gjaldskrá félagsins og tekur mánaðarlegum breytingum til samræmis við breytingar á markaðsverði heimildanna. Ólafur segir að gjaldskrá Eimskips hafi hækkað á þessu ári um samtals 15,1%.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert