Hundruð gengu í friðargöngum

Fjöldi manns mætti á friðargönguna í miðbæ Reykjavíkur.
Fjöldi manns mætti á friðargönguna í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Jón Pétur

Hundruð manns gengu í friðargöngu sem var hald­in venju sam­kvæmt á Þor­láks­messu­kvöld. Fólk mætti vel klætt og voru marg­ir með kerti í hönd er þeir gengu niður Lauga­veg­inn og í átt að Aust­ur­velli þar sem flutt voru ávörp.

Í lok friðargöng­unn­ar í Reykja­vík var hald­inn sam­stöðufund­ur á Aust­ur­velli þar sem Sveinn Rún­ar Hauks­son lækn­ir flutti ávarp en hann hef­ur um ára­bil haldið á lofti mál­efn­um Palestínu og var á meðal skipu­leggj­enda fyrstu friðargöng­unn­ar fyr­ir 42 árum síðan.

Fjöldi gekk í miðbæ Ak­ur­eyri

Þá fór einnig fram friðarganga á Ak­ur­eyri þar sem fjöldi manns mætti og sýndi málsstaðnum stuðning. 

mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka