Ríkið á ekki að ganga lengra í frídögum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkið á ekki að ganga lengra en al­menn­ur markaður í að veita frí­daga, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.

Greint var frá því á föstudag að af­greiðsla Hag­stofu Íslands yrði lokuð á milli jóla og ný­árs. Þá var einnig rifjað upp að stofn­un­in hefði sætt gagn­rýni fyr­ir síðustu jól eft­ir að hún til­kynnti að þar yrði lokað á milli jóla og ný­árs vegna jóla­frís starfs­manna.

„Al­mennt þykir mér að ríkið eigi ekki að ganga lengra en al­menn­ur markaður í að veita auka frí­daga enda ekki stefna ríkisins að vera leiðandi í þróun launa og annarra kjara á vinnumarkaði,“ segir Þórdís Kolbrún í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Hún svarar því á sama hátt og forveri sinn, Bjarni Bene­dikts­son, sem sagði einmitt í sam­tali við mbl.is í des­em­ber í fyrra að ríkið ætti ekki að ganga lengra en al­menn­ur markaður í að veita frí­daga auka­lega. Þegar slík til­vik kæmu upp vöknuðu spurn­ing­ar um það hvort fjár­heim­ild­ir væru of ríf­leg­ar.

Allur gangur á frídögum ríkisstarfsmanna

All­ur gang­ur er á því hvort starfs­fólk rík­is­stofn­ana fái jóla­frí yfir hátíðarn­ar. Mennta­mála­stofn­un verður lokuð á milli jóla og ný­árs en hægt verður að hafa sam­band við stofn­un­ina sím­leiðis. Hljóðbóka­safn Íslands verður lokað á milli jóla og ný­árs sem og héraðsdóm­stól­ar lands­ins.

Skrif­stof­ur Hæstarétt­ar og Lands­rétt­ar hafa verið opn­ar fyr­ir há­degi frá 18. des­em­ber og helst sá af­greiðslu­tími til 5. janú­ar. Dóm­stóla­sýsl­an er opin á milli jóla og ný­árs auk flestra bygg­inga Há­skóla Íslands, Þjóðminja­safns­ins og Neyt­enda­stofu svo fá­ein dæmi séu nefnd. Þá verður skrif­stofa rík­is­sak­sókn­ara lokuð á milli jóla og ný­árs, líkt og í fyrra.

Uppfært klukkan 16.25

Að beiðni Hagstofunnar skal tekið fram að afgreiðsla Hagstofunnar verður lokuð en tekið verður á móti rafrænum erindum og leyst úr þeim eftir þörfum.

Svo til öll erindi til Hagstofunnar berist rafrænt og því hafi lokun afgreiðslunnar á milli jóla og nýárs lítil sem engin áhrif á þá þjónustu sem Hagstofan veitir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert