„Þetta var ansi ógeðsleg sjón“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Evu Jón­as­dótt­ur brá held­ur bet­ur í brún þegar hún opnaði krydd­stauk sem hún hafði keypt í Krón­unni fyr­ir jól­in.

    „Ég tók ekki eft­ir neinu fyrr en ég var kom­in heim og fór að skoða þetta bet­ur. Mér fannst vera eitt­hvað óeðli­legt í staukn­um. Ég hélt í fyrstu að um myglu væri að ræða en þegar ég skoðaði þetta bet­ur í góðri birtu þá kom annað í ljós. Það var allt mor­andi af orm­um og það var ansi ógeðsleg sjón,“ seg­ir Eva Jón­as­dótt­ir í sam­tali við mbl.is.

    Brýnt að vekja at­hygli á mál­inu

    Í kjöl­farið birti Eva mynd og mynd­skeið á Face­book-hópn­um Mat­artips sem í eru um 53 þúsund manns og vakti færsl­an mikla at­hygli. Hún hafði síðan sam­band við heil­brigðis­eft­ir­litið.

    „Mér fannst mjög brýnt að setja þetta strax á Face­book ef ein­hverj­ir hefðu keypt þessa vöru til að nota í jóla­mat­inn og fá maðk í mys­una á aðfanga­dag. Eft­ir þessa uppá­komu mun ég ör­ugg­lega skoða vör­una bet­ur í búðinni,“ seg­ir Eva.

    Í dag sendi svo Krón­an frá sér í til­kynn­ingu þess efn­is að Krón­an hefði í sam­ráði við heil­brigðis­eft­ir­lit Garðabæj­ar, Hafn­ar­fjarðar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­aress innkallað krydd vegna skor­dýra sem fund­ust í vör­unni.

    Um er að ræða Bowl & basket Jalapeno Evr­ything Bag­el Sea­son­ing og er viðskipta­vin­um bent á að skila vör­unni í viðeig­andi versl­un gegn fullri end­ur­greiðslu.

    Kryddstaukurinn var allur morandi af ormum.
    Krydd­stauk­ur­inn var all­ur mor­andi af orm­um. Ljós­mynd/​Aðsend
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert