Gamlárskvöldið heillar sem fyrr

Notkun Íslendinga á flugeldum vekur athygli erlendra gesta.
Notkun Íslendinga á flugeldum vekur athygli erlendra gesta. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn/Árni

Ísland er vin­sæll áfangastaður um ára­mót­in eins og und­an­far­in ár. Fjöldi er­lendra gesta mun dvelja á Íslandi þegar árið 2024 geng­ur í garð und­ir til­heyr­andi sprengjuregni og tón­um lags­ins Nú árið er liðið.

Vel gekk að selja gist­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu yfir ára­mót­in að sögn Kristó­fers Oli­vers­son­ar for­manns FHG, fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu. Jafn­vel þótt gefið hafi á bát­inn í grein­inni vegna nátt­úru­ham­fara á Reykja­nesskaga.

„Eft­ir jarðskjálft­ana nærri Grinda­vík varð mikið högg á bók­an­ir fyr­ir nóv­em­ber, des­em­ber og janú­ar en gaml­árs­kvöldið held­ur al­veg sínu. Ef ein­hverj­ir hættu við þá pöntuðu aðrir í staðinn. Bók­an­ir í gist­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu á gaml­árs­kvöld eru al­veg í sam­ræmi við vænt­ing­ar en bók­an­ir fyr­ir byrj­un árs­ins eru það ekki,“ seg­ir Kristó­fer en tals­verður frétta­flutn­ing­ur var er­lend­is af jarðhrær­ing­un­um í nóv­em­ber og des­em­ber.

„Eft­ir jarðhrær­ing­ar var lýst yfir neyðarstigi og fjöl­miðlamenn um all­an heim áttu ekki nýj­ar mynd­ir til að myndskreyta og notuðu marg­ir hverj­ir mynd­ir af gos­inu í Eyja­fjalla­jökli. Skapaði það tals­verðan óróa en þegar gosið hófst 18. des­em­ber birt­ust fal­leg­ar mynd­ir sem breyttu ásýnd­inni. En að þetta skyldi fara svona er auðvitað al­var­legt fyr­ir þá sem selja gist­ingu og fyr­ir ferðabrans­ann í heild sinni.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka