Samstaðan kemur okkur í gegnum áföll

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Arnþór

„Það er samstaðan sem kemur okkur í gegnum áföll,“ ritar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu og vísar þar til þeirra hamfara sem orðið hafa í grennd við Grindavík. 

„Ekki sér fyrir endann á jarðhræringum á Reykjanesskaga. Stjórnvöld hafa undanfarið ráðist í umfangsmikla kortlagningu innviða á svæðinu og meðal annars þess vegna var unnt að bregðast skjótt við þeim umbrotum sem gengu yfir í haust. Íslenskt samfélag sýndi vel úr hverju það er gert þegar þessir atburðir riðu yfir,“ skrifar Katrín. 

„Náttúran hefur ætíð verið mikilvægur hluti af tilveru okkar Íslendinga. Við lifum af henni og höfum lært að lifa með henni. Við veltum fyrir okkur veðrinu á hverjum degi, metum færðina yfir vetrartímann, eltum sólina á sumrin. Veðrið er þó ekki eina áhyggjuefni okkar. Jörðin sjálf hefur sett svip sinn á tilveru okkar undanfarin ár, ekki síst á suðvesturhorninu. Ekki einu sinni heldur tvisvar opnaðist jörðin á Reykjanesskaga í ár og spúði út úr sér glóandi hrauni,“ skrifar Katrín. 

Auk jarðhræringanna eru loftslagsmálin, stríðsátök í Evrópu, kjaramál og jafnrétti kynjanna hugleikin Katrínu þessi áramótin. 

Grein Katrínar má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í gær, 30. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert