Arnar Þór býður sig fram til forseta

Arnar Þór Jónsson tilkynnir forsetaframboð sitt.
Arnar Þór Jónsson tilkynnir forsetaframboð sitt. mbl.is/Kristinn

Arn­ar Þór Jóns­son, varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks og fyrr­ver­andi héraðsdóm­ari, hyggst bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Þetta til­kynnti hann á blaðamanna­fundi sem hann hélt að heim­ili sínu í Garðabæ nú fyr­ir há­degi.

Þá til­kynnti hann sömu­leiðis af­sögn sína úr flokkn­um.

Arn­ar hyggst beita sér fyr­ir sjálfs­ákvörðun­ar­rétti þjóðar­inn­ar og tel­ur hann mik­il­vægt að staldra við og skoða það valda­framsal sem þegar hef­ur átt sér stað og að mik­il­vægt sé að beita sér fyr­ir aðkomu þjóðar­inn­ar að frek­ara valda­framsali í gegn­um EES-samn­ing­inn. 

Arn­ar hélt ræðu á fund­in­um þar sem hann vísaði til þess að Íslend­ing­ar hefðu frá ör­ófi alda þurft að lúta er­lendu valdi. Á þeim grunni hefði svo sjálf­stæðis­bar­átt­an verið háð.

Frá blaðamannafundi Arnars Þórs Jónssonar.
Frá blaðamanna­fundi Arn­ars Þórs Jóns­son­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Er­lend­ar stofn­an­ir seil­ist til áhrifa 

Nú sé svo komið að Ísland sé enn á ný á tíma­mót­um. „Á grund­velli viðskipta­samn­ings EES-samn­ings­ins] seil­ist ESB nú eft­ir því að ráða lög­um hér­lend­is í sí­fellt rík­ari mæli. Í nafni ör­ygg­is seil­ast er­lend­ar stofn­an­ir nú til áhrifa og ítaka hér á landi," seg­ir Arn­ar. 

Hann tel­ur að full­trúa­lýðræðið sé að bregðast hvað valda­framsal varðar og að beint lýðræði þurfi að taka upp í aukn­um mæli.

„Við eig­um að stjórna okk­ar eig­in för, okk­ar eig­in landi, okk­ar eig­in framtíð. Af því leiðir að ef full­trúa­lýðræðið er að bregðast, þá verðum við að taka upp beint lýðræði í mik­il­væg­ustu mál­um.“

Beint lýðræði svarið 

Nefn­ir hann nokk­ur dæmi máli sínu til stuðnings varðandi það hvernig valda­framsali hafi verið háttað og hvaða áskor­an­ir séu fram und­an. Nefn­ir hann orð Harðar Arn­ar­son­ar um að Lands­virkj­un hafi lengi vel borið ábyrgð á raf­orku­ör­yggi en það fyr­ir­komu­lag hafi verið af­numið fyr­ir 20 árum þegar evr­ópsk­ar raf­orku­skip­an­ir voru inn­leidd­ar á Íslandi.

Þá nefn­ir hann gjöld á flutn­inga til og frá Íslandi sbr. lög­leiðingu viðskipta­kerf­is ESB með los­un­ar­heim­ild­ir.

Eins tel­ur hann að beita eigi sér gegn bók­un 35 með sam­hentu átaki. Bók­un­in árétt­ar inn­leiðingu skuld­bind­inga í sam­ræmi við ákvæði EES-samn­ings­ins.

Að lok­um nefn­ir hann orð Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur fjár­málaráðherra sem Arn­ar seg­ir að hafi látið í veðri vaka að hún teldi ekki ástæðu til að al­menn­ing­ur fengi að tjá sig um aðild Íslands að ESB í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, held­ur væri það hlut­verk stjórn­mála­manna.

„Þing­menn farn­ir að haga sér eins og emb­ætt­is­menn og vís­bend­ing­ar um að þeir
séu ekki að vinna í okk­ar þágu. Alþingi virðist iðulega bremsu­laust. Ef full­trúa­lýðræðið er í hættu, þá get­ur þjóðkjör­inn for­seti verið ör­ygg­is­inn­sigli í mik­il­væg­ustu mál­um þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Arn­ar.

Arnar Þór Jónsson boðaði til blaðamannafundar og tilkynnti forsetaframboð sitt.
Arn­ar Þór Jóns­son boðaði til blaðamanna­fund­ar og til­kynnti for­setafram­boð sitt. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hlé­dræg­ur en frelsi þjóðar­inn­ar und­ir

Þá seg­ir hann að hafi litið á það sem áskor­un um að bjóða sig fram þegar Guðni til­kynnti um ákvörðun sína um að fara ekki fram.

„Ég vil und­ir­strika að ég tek þessa ákvörðun ekki af neinni léttúð, ég er hlé­dræg­ur að eðlis­fari og kann ekki vel við mig í sviðsljós­inu, en ég tek þessa ákvörðun óhrædd­ur og óhikað, því frelsi þjóðar­inn­ar og sjálf­stæði Íslands er mér hjart­ans mál:

Ég ber ást til lands­ins míns og hag þjóðar­inn­ar fyr­ir brjósti. Ekk­ert mál er mik­il­væg­ara en að standa vörð um landið okk­ar og sjálfs­ákvörðun­ar­rétt okk­ar sem manna og sem þjóðar,“ seg­ir Arn­ar í ræðu sinni. 

Arnar Þór Jónsson og eiginkona hans, Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Arn­ar Þór Jóns­son og eig­in­kona hans, Hrafn­hild­ur Sig­urðardótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hef­ur eig­in­kon­una sér til halds og trausts

„En ég hef líka annað sem veit­ir mér ör­yggi og kjark til að taka þessa ákvörðun, þ.e. mína góðu eig­in­konu, Hrafn­hildi Sig­urðardótt­ur, lífs­föru­naut minn til rúm­lega 30 ára, sem ég leyfi mér að kalla „fjall­konu“ í besta skiln­ingi þess orðs, konu sem gæti borið alla þjóðina á
herðunum ef þess þyrfti, konu sem get­ur fært ljós inn í svart­asta myrk­ur, kær­leika, þar sem hat­ur rík­ir, trú, þar sem ef­inn ræður, von, þar sem ör­vænt­ing­in drottn­ar.

Sam­an vilj­um við vera Íslend­ing­um góðar fyr­ir­mynd­ir og kalla þá til liðs við okk­ur - og hér vís­um við til allra sem vilja með stolti kalla sig Íslend­inga, hvort sem þeir fædd­ust hér eða ekki. Við hjón­in erum sam­mála um að tíma­bært sé orðið og nauðsyn­legt að Íslend­ing­ar skerpi mark­miðin, að við ákveðum hvert við vilj­um stefna, hvaða gild­um við vilj­um lifa eft­ir, hvað við vilj­um verja,“ seg­ir Arn­ar. 

„Horfa á það sem sam­ein­ar okk­ur, ekki það sem sundr­ar okk­ur. Verk­efn­in eru stór og krefj­andi, en þetta eru verk­efni sem við treyst­um okk­ur í, með ykk­ar stuðningi og sam­vinnu okk­ar allra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert