Var á djamminu þegar Guðni ávarpaði þjóðina

Listamaðurinn Erna Mist var enn á djamminu á nýársdag þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist láta af embætti. Þetta upplýsir hún í nýjasta þætti Spursmála þar sem hún fer yfir fréttir vikunnar ásamt Runólfi Ágústssyni, framkvæmdastjóra.

Erna Mist telur embættið standa nú að einhverju marki á markalínum raunveruleikasjónvarps og stjórnmála. Bendir hún á að það mætist miklar andstæður í framboði Arnars Þórs Jónssonar og Ásdísar Ránar.

Erna Mist, listamaður og pistlahöfundur og Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri mættu …
Erna Mist, listamaður og pistlahöfundur og Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri mættu í Spursmál og léku við hvern sinn fingur. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er svolítil gjá milli þessara tveggja karaktera. Hann verandi þessi jakkafataíhaldsmaður sem meikar sens að einhverju leyti en svo kemur Ásdís Rán sem er svona nýstárlegri kostur. Í sjálfu sér væri það rosalega áhugavert, ferðalagið, söguörkin sem færir einhvern frá því að vera Playboy-stjarna yfir í það að vera forseti. Hún sjálf er rosalega áhugaverð. Sem bíómyndapremisu myndi ég velja Ásdísi Rán því það er svo áhugaverð premisa.“

Hún segist hins vegar ekki viss um hvort hún myndi kjósa forseta á þessum forsendum. Hún eigi erfitt með að rugla saman raunveruleikasjónvarpi og stjórnmálum sem hún segir vera að gerast á tímum margmiðlunar.

„Við erum líka alltaf að velja okkur afþreyingarmöguleika þegar við kjósum fólk í opinberar stöður,“ segir Erna Mist.

Þáttinn má í heild sinni sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert