Aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum

„Þrátt fyrir að tilefnið sé skelfilegt skiptir miklu máli fyrir …
„Þrátt fyrir að tilefnið sé skelfilegt skiptir miklu máli fyrir fólkið að hittast og tala saman og opna á sínar tilfinningar. Standa saman í þessari baráttu gegn óréttlæti og glæpaverkum.“ mbl.is/Óttar

Tjöld­un­um á Aust­ur­velli fer fjölg­andi í kvöld en ís­lensk­um aðgerðasinn­um hef­ur verið boðið að slást í hóp Palestínu­manna sem hef­ur dvalið fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið í von um að ná at­hygli ís­lenskra ráðamanna.

Palestínu­menn­irn­ir eru bú­sett­ir hér á landi og hafa fengið samþykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu. Á meðan hörð og blóðug átök geisa á Gasa­svæðinu ból­ar ekk­ert á sam­ein­ing­unni.

Fimm tjöld eru nú kom­in upp á Aust­ur­velli og er von á fleir­um, að sögn aðgerðasinna á staðnum. Seg­ir hann um svo­kallaðar Sam­stöðutjald­búðir að ræða.

Aðgerðarsinnarnir hafa dvalið í tjöldum í nokkra daga.
Aðgerðarsinn­arn­ir hafa dvalið í tjöld­um í nokkra daga. mbl.is/Ó​ttar

Þríþætt­ar kröf­ur

„Þeirra nán­ustu eru að deyja á Gasa. Þetta fólk hef­ur fengið samþykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu en ís­lensk stjórn­völd hafa brugðist við að koma fólk­inu út af Gasa og á sama tíma og þetta er að ger­ast er verið að flytja palestínskt flótta­fólk úr landi,“ seg­ir aðgerðasinn­inn sem vildi ekki koma fram und­ir nafni.

Kröf­ur Palestínu­mann­anna sem dvelja á Aust­ur­velli eru þríþætt­ar: Að stjórn­völd standi við fjöl­skyldusam­ein­ing­arn­ar, að palestínskt flótta­fólk sem hingað er komið fái hæli og að ráðherr­ar verði við ósk þeirra um fund, þ.e. ut­an­rík­is­ráðherra, dóms­málaráðherra og fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra.

„Hver sem er sem vill styðja þetta fólk í sinni bar­áttu get­ur komið, tjaldað, gist á Aust­ur­velli í eina nótt eða verið eins lengi og það vill,“ seg­ir aðgerðasinn­inn og bæt­ir við að fólk­inu fari fjölg­andi.

„Þrátt fyr­ir að til­efnið sé skelfi­legt skipt­ir miklu máli fyr­ir fólkið að hitt­ast og tala sam­an og opna á sín­ar til­finn­ing­ar. Standa sam­an í þess­ari bar­áttu gegn órétt­læti og glæpa­verk­um.“

Hóp­ur Palestínu­manna sem býr hér á landi hef­ur sett upp …
Hóp­ur Palestínu­manna sem býr hér á landi hef­ur sett upp tjöld fyr­ir utan Alþing­is­húsið. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert