Eins og að mega ekki flytja til Kópavogs

Þórey Bergmannsdóttir flutti til Lundar í Svíþjóð í apríl síðastliðnum. …
Þórey Bergmannsdóttir flutti til Lundar í Svíþjóð í apríl síðastliðnum. Nú sér hún fram á að flytja aftur til baka til Íslands þegar hún og um þrjú þúsund aðrir íslenskir lífeyrisþegar erlendis missa persónuafslátt sinn 1. janúar 2025. Ljósmynd/Aðsend

„Eins og þetta snýr að mér fæ ég bréf 28. [des­em­ber] um að hér eft­ir, eða frá 2024, yrðu þá greiðslur til mín lækkaðar,“ seg­ir Þórey Berg­manns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is, ör­yrki sem flutti til Lund­ar í Svíþjóð í apríl síðastliðnum til að vera nær syst­ur sinni, sem einnig er bú­sett þar á svæðinu, og létta und­ir með henni, þriggja barna móður.

Með lækk­un­inni vís­ar Þórey til laga­breyt­ing­ar sem á tíma­bili leit út fyr­ir að taka ætti gildi nú um ára­mót­in og nær til um þrjú þúsund ís­lenskra líf­eyr­isþega sem bú­sett­ir eru er­lend­is. Eru þeir með laga­breyt­ing­unni svipt­ir per­sónu­afslætti sín­um á Íslandi og verða því al­farið af þeim tekj­um sem í af­slætt­in­um fel­ast.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, kom hins veg­ar auga á það sem hlutu að vera reg­in­mis­tök, að slík breyt­ing tæki gildi nán­ast fyr­ir­vara­laust, og var gildis­töku lag­anna frestað til 1. janú­ar 2025 síðasta starfs­dag Alþing­is fyr­ir jól, 16. des­em­ber.

Eft­ir stend­ur að ís­lensk­ir líf­eyr­isþegar er­lend­is verða af af­slætti sem á þessu ári nem­ur 64.926 krón­um á mánuði, tæp­um 800.000 krón­um yfir árið, og tel­ur Þórey það skamm­góðan vermi að þessi breyt­ing verði eft­ir eitt ár. Fjöldi Íslend­inga þurfi á þeim tíma að ákveða hvort þeir hygg­ist flytja aft­ur til Íslands sem sé það sem ís­lensk stjórn­völd aug­ljós­lega ætli sér að neyða þá til.

Dæmi­gerð viðbrögð hjá TR

Fékk Þórey, eins og aðrir líf­eyr­isþegar er­lend­is, bréf frá Trygg­inga­stofn­un um málið sem sent var út 28. des­em­ber. Felmtri sleg­in hringdi hún í stofn­un­ina og í fram­hald­inu í Skatt­inn og fékk þær upp­lýs­ing­ar að þarna hefðu orðið mis­tök. Kveðst hún þar þekkja vissa hlið á TR.

„Mér finnst þetta dá­lítið dæmi­gerð viðbrögð hjá Trygg­inga­stofn­un, það er eins og þeir telji að þeirra hlut­verk sé að gera lífið eins erfitt og hægt er fyr­ir skjól­stæðinga sína. Þarna stökkva þeir á eitt­hvað í fljót­færni og hugsa „Yes! Þarna get­um við tekið pen­inga af þeim!“,“ seg­ir Þórey um þann mis­skiln­ing sem leiðrétt­ur var og TR hef­ur beðist vel­v­irðing­ar á á sinni heimasíðu.

Þórey lét mbl.is í té mynd af kassakvittun úr hverfisbúðinni …
Þórey lét mbl.is í té mynd af kassa­kvitt­un úr hverf­is­búðinni þar sem hún kaup­ir dag­leg­ar nauðsynj­ar. Íslensk­ir les­end­ur geta ef til vill borið sam­an við eitt­hvað af sín­um dag­legu inn­kaup­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Nú er staðan þannig að ör­orku- og elli­líf­eyr­isþegar munu ekki njóta per­sónu­afslátt­ar neins staðar í heim­in­um nema á Íslandi. Þessi hóp­ur er bara kom­inn í ætt­j­arðarfjötra. Nú þarf ég bara að ákveða hvort ég ætli að flytja aft­ur til [...] Íslands,“ seg­ir Þórey gröm, ný­flutt til Svíþjóðar til ná­grenn­is við syst­ur sína.

Minnka um millj­ón

Nefn­ir hún enn frem­ur hent­ugra verðlag í Svíþjóð og styttri vet­ur þótt ekki séu þeir hlýrri, að minnsta kosti ekki þessa dag­ana. „Þegar ég er búin að telja allt sam­an sem ég verð af, per­sónu­afslátt­inn og hús­næðis­styrk­inn sem líf­eyr­isþegar missa þegar þeir flytja til ann­ars lands, reikn­ast mér til að mín­ar ráðstöf­un­ar­tekj­ur minnki um að minnsta kosti millj­ón ís­lensk­ar krón­ur,“ held­ur Þórey áfram.

Sé tal­an millj­ón tek­in sem dæmi eru það 74.355 sænsk­ar krón­ur og má þá hafa til viðmiðunar verð eins mjólk­ur­lítra í Svíþjóð, létt­mjólk með fitu­inni­hald 0,5 pró­sent, sem er 9,93 SEK (byggt á verðsam­an­b­urði milli Nor­egs og Svíþjóðar á vefsíðu norska Dag­bla­det, Din Side, í nóv­em­ber). Mjólk­in sem Þórey kaup­ir kost­ar þó að henn­ar sögn 10,90 SEK lítr­inn.

Tryggingastofnun ríkisins sendi fyrir mistök út tilkynningu 28. desember sem …
Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins sendi fyr­ir mis­tök út til­kynn­ingu 28. des­em­ber sem varð til þess að mörg­um ís­lensk­um líf­eyr­isþeg­an­um er­lend­is svelgd­ist á morgunkaff­inu. Til­kynn­ing­in fór út fyr­ir mis­tök sem stofn­un­in harm­ar en eft­ir stend­ur laga­breyt­ing 1. janú­ar 2025 sem verður mörg­um í téðum hópi erfiður ljár í þúfu. Mynd/​mbl.is

„Nú tek ég bara dæmi að gamni en kring­um þetta er eng­in önn­ur leið en að flytja til Íslands nema ef ég flytti út fyr­ir Evr­ópska efna­hags­svæðið og fengi að skrá lög­heim­ili mitt hjá ein­hverj­um á Íslandi,“ seg­ir Þórey um stöðuna. „En það er auðvitað svindl,“ bæt­ir hún við og kveðst aðspurð ekki ætla sér að bregða á það ráð.

Þegj­andi og hljóðalaust í gegn

„Ég fékk þessa fínu íbúð og er búin að kaupa öll hús­gögn í hana og svo koma þess­ar frétt­ir,“ seg­ir Þórey og fær illa dulið gremju sína. En hyggst hún búa áfram í Svíþjóð?

„Nei, ég geri ekki ráð fyr­ir því. Það sem eft­ir verður eft­ir þessa breyt­ingu yrði bara sama hörm­ung­in og að lifa af því á Íslandi svo ég sé ekki annað en að ég verði þá bet­ur sett þar og þá nær syni mín­um. Ég mætti hafa ein­hverj­ar smá tekj­ur áður en líf­eyr­ir­inn fer að skerðast en ég hef bara ekki heilsu í neina vinnu, ég kláraði heils­una með of mik­illi vinnu á sín­um tíma og þess vegna er ég stödd þar sem ég er,“ út­skýr­ir Þórey.

Henni þykja ætt­j­arðarfjötr­arn­ir verst­ir sem laga­breyt­ing­unni fylgja. „Maður greiddi í líf­eyr­is­sjóð árum sam­an og ávann sér ákveðin rétt­indi og nú eru þau allt í einu ein­skorðuð við Ísland. Mér finnst þetta með ólík­ind­um. Marg­ir þeirra sem eru á Kanarí eru þar vegna gigt­ar og þurfa hlýrra veður en á Íslandi,“ bend­ir hún á áður en við kom­um að lok­um spjalls við Þóreyju Berg­manns­dótt­ur í Lundi í Svíþjóð sem hyggst flytja til baka til Íslands verði brott­fall per­sónu­afslátt­ar að raun­veru­leika 1. janú­ar 2025.

„Segj­um að þú feng­ir ein­hverj­ar greiðslur frá Reykja­vík og mætt­ir ekki flytja til Kópa­vogs. Á fólk nú bara að flytja til Íslands aft­ur, selja allt sitt haf­ur­task og byrja upp á nýtt? Mér finnst þetta rosa­legt og ég skil ekki hvað þetta fer þegj­andi og hljóðalaust í gegn,“ eru loka­orð Þóreyj­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert