„Persónuárás“ á Tómas

Magnús Karl Magnússon læknir og prófessor.
Magnús Karl Magnússon læknir og prófessor. Ljósmynd/Háskóli Íslands

Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir að fréttaflutningur síðustu daga feli í sér óskammfeilna persónuárás á Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni.

Tómas fór nýverið í leyfi frá Landspítalanum vegna tengsla hans við plastbarkamálið svokallaða eftir að skurðlæknirinn Paolo Macchiarini fékk fangelsisdóm vegna málsins.

Magnús segir rannsókn málsins hafa verið til þess gerð að finna alla þá er hugsanlega eigi þar sök til þess að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti í dag á Vísi. 

„Hættuleg túlkun“ á dómskerfinu

Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka. Ég tel að fréttamaður sem verður uppvís að slíkum skilningi á dómskerfinu ætti að draga orð sín til baka. Á lögmönnum sem hafa þennan skilning á réttarkerfinu hef ég lítið álit og er væntanlega ekki einn um þá skoðun,“ segir í pistlinum.

Tekur hann fram í upphafi greinarinnar að hann sé nátengdur Tómasi en geti ekki lengur setið undir þeim fréttaflutningi sem hafi verið borinn á borð á síðustu vikum.

Hann segir þó málið vera eitt versta hneyksli læknavísinda á síðustu árum og að stærsta málið séu bætur til aðstandenda sjúklingsins And­emariam Beyene en Tómas kom að fyrstu aðgerð hans.

„Að mínu mati er stóri óuppgerði þátturinn í þessu máli bætur til aðstandenda þess sjúklings sem hér um ræðir. Það er löngu tímabært að slíkar bætur verði greiddar og af þeim aðilum sem bera meginábyrgð í málinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert