Ástæða fyrir lítilli skjálftavirkni á mælum

Vindurinn gerir skjálftamælum erfitt fyrir að greina smáskjálfta.
Vindurinn gerir skjálftamælum erfitt fyrir að greina smáskjálfta. mbl.is/Eyþór Árnason

Lítil sem engin skjálftavirkni hefur mælst við Sundhnúkagígaröðina í dag en það má rekja til þess óveðurs sem hefur staðið yfir í dag. 

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Hann segir að vindurinn geri mælunum erfitt fyrir að greina smáskjálfta en líklegt sé að skjálftavirknin sé sú sama og hún hefur verið að undanförnu. 

„Þegar það er vont veður þá truflar það mælitækin og þeir koma ekki inn í kerfin okkar,“ segir Bjarki og bætir við að gera megi ráð fyrir að skjálftarnir séu eins og síðustu daga, á bilinu 150-200 skjálftar á dag. 

Eins og kunnugt er var skjálftavirknin lítil í aðdraganda síðasta goss og því hafa sumir á samfélagsmiðlum velt því fyrir sér hvort að slíkt sé að eiga sér stað núna. Aðspurður segir Bjarki svo ekki vera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert