Guðlaugur Þór staðgengill í fjarveru Katrínar

Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, verður staðgeng­ill Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra dag­ana 10.-14. janú­ar. 

Er­indið var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un og hef­ur verið sent for­seta til und­ir­rit­un­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu. 

Katrín, Bjarni, Sig­urður Ingi og Svandís er­lend­is

Er rík­is­stjórn Katrín­ar var mynduð í nóv­em­ber 2017 und­ir­ritaði for­seti til­lögu um staðgengla for­sæt­is­ráðherra.

Þar er til­greint að þegar for­sæt­is­ráðherra sé fjar­ver­andi er­lend­is sé Bjarni Bene­dikts­son staðgeng­ill. Í fjar­veru beggja sé Sig­urður Ingi Jó­hanns­son staðgeng­ill for­sæt­is­ráðherra og Svandís Svavars­dótt­ir að hon­um frá­gengn­um.

Næstu fjóra daga hátt­ar svo að Katrín og all­ir til­greind­ir staðgengl­ar verða er­lend­is og því mun Guðlaug­ur Þór gegna störf­um for­sæt­is­ráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert