Katrín vill ekki stórkrossinn

Katrín hefur ekki kosið að vera sæmd stórkrossinum.
Katrín hefur ekki kosið að vera sæmd stórkrossinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki kosið að vera sæmd stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að forsætisráðherrar séu sæmdir slíkri orðu.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Unu Sighvatsdóttur, sérfræðingi á skrifstofu forseta Íslands, við fyrirspurn mbl.is.

Eins og greint var frá fyrr í dag var Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sæmdur stórkrossinum rétt fyrir jól, en hann var forsætisráðherra árið 2017.

Hefur Katrín hafnað orðunni eða hefur henni ekki verið boðin orðan?

„Hverjum forsætisráðherra er ljóst að orðuveiting er í boði fyrir störf í opinbera þágu á þeim vettvangi. Núverandi forsætisráðherra hefur ekki kosið að vera sæmd stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu,“ segir Una í svari sínu til mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert