Metár hjá Strætó

Aldrei hafa fleiri innstig mælst yfir árið í strætisvögnum á …
Aldrei hafa fleiri innstig mælst yfir árið í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2023.

Aldrei hafa fleiri innstig mælst yfir árið í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2023, eða frá því reglulegar mælingar hófust. Það hefur verið breyting í því hvernig fólk notar samgöngur á síðustu árum að sögn framkvæmdastjóra Strætó. 

Yfir allt árið voru u.þ.b 12,64 milljónir innstiga í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Áður var met yfir innstig árið 2019 þegar 12,18 innstig voru skrásett. Reglulegar mælingar hófust í apríl 2017.

Fjölbreyttir ferðamátar

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að það megi að miklu leyti rekja aukningu á innstigum í Strætó til vaxtar í fjölbreyttari ferðamáta.

Hann segir að undanfarin ár hafi orðið breyting á því hvernig fólk hugsi um umhverfið. Það séu fleiri sem kjósi að nota strætó og skilja bílinn eftir heima. Einnig hafi verið fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu og margir nýir hópar sem nýti sér þjónustu Strætó, bætir Jóhannes við.

Graf sem sýnir fjölda innstiga eftir mánuði á árunum 2019-2023
Graf sem sýnir fjölda innstiga eftir mánuði á árunum 2019-2023 Strætó

Metnotkun á Strætó í mars

Á árinu voru nokkrir metmánuðir en alls voru sex mánuðir á árinu þar sem aldrei hafa mælst fleiri innstig. Þetta voru janúar, mars, apríl, júní, nóvember og desember.

Vinsælt var að nota strætisvagna í mars en hann var metmánuður allra mánaða, en aldrei hafa mælst jafn mörg innstig á einum mánuði áður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert