Fjöldi fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í samstöðugöngu fyrir Palestínu.
Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir göngunni.
Gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður Laugaveg að Alþingishúsinu á Austurvelli, þar sem haldinn var samstöðufundur.
Með fundinum var meðal annars krafist stuðnings kæru Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum, svo og fjölskyldusameiningar og alþjóðlegrar verndar fyrir Palestínufólk.