„Mikið sjokk þegar ný sprunga myndaðist“

Mynd frá gosstöðvunum úr lofti en eldgosið hófst norðan við …
Mynd frá gosstöðvunum úr lofti en eldgosið hófst norðan við Grindavík laust fyrir klukkan 8 í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs Grindavíkur, var í Grindavík í nótt ásamt fjölskyldu sinni þegar íbúum var gert að rýma bæinn.

„Rýmingin gekk mjög vel fyrir sig. Við fundum jarðskjálftana og í kjölfarið fengum við sms frá almannavörnum. Við í fjölskyldunni dvöldum í fjórum húsum í bænum og við smöluðum okkur saman og brunuðum út á Suðurstrandarveg og úr bænum,“ segir Hjálmar við mbl.is.

Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs Grindavíkur.
Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs Grindavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann segist ekki vita um nákvæman fjölda sem var í bænum í nótt en giskar á að það hafi verið á bilinu 200-300 manns.

„Það var mikið sjokk að sjá þegar þessi nýja sprunga myndast sunnan við varnargarðana og þessi atburðarás hefur breytt stöðunni til hins verra. [...]. Þetta eru skelfilegir atburðir,“ segir Hjálmar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert