Vill endurskoða reglur um heimagistingu fyrir Grindvíkinga

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að á tímum sem þessum …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að á tímum sem þessum hljóti allt að koma til greina. Margir Grindvíkingar búi í sumarbústöðum, atvinnuhúsnæði og í híbýlum vina og vandamanna. Á sama tíma séu þúsundir íbúða fráteknar fyrir skammtímaleigu ferðamanna, jafnvel allan ársins hring. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Ómar

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist ekki trúa öðru en að skoðað verði að tak­marka leyfi um skamm­tíma­leigu til að bregðast við hús­næðis­skorti Grind­vík­inga.

Þetta seg­ir Kristrún í sam­tali við FF7.is í dag.

Seg­ir Kristrún að á tím­um sem þess­um hljóti allt að koma til greina. Marg­ir Grind­vík­ing­ar búi í sum­ar­bú­stöðum, at­vinnu­hús­næði og í hí­býl­um vina og vanda­manna. Á sama tíma séu þúsund­ir íbúða frá­tekn­ar fyr­ir skamm­tíma­leigu ferðamanna, jafn­vel all­an árs­ins hring.

Njóti skakkr­ar sam­keppn­is­stöðu

Seg­ir hún íbúðirn­ar jafn­framt njóta skakkr­ar sam­keppn­is­stöðu meðal ann­ars vegna reglu­gerðar, sem Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir sem ráðherra ferðamála á þeim tíma en nú fjár­málaráðherra, setti árið 2018.

„Af­leiðing er sú að skamm­tíma­leigu­íbúðir sem rekn­ar eru sem hótel­íbúðir borga lægri fast­eigna­skatta en ann­ar at­vinnu­rekst­ur í land­inu.

Ég trúi ekki öðru en að rík­is­stjórn­in skoði þenn­an mögu­leika, enda allt und­ir í aðstæðum sem þess­um,“ sagði Kristrún.

Tryggja hús­næði fólks sem býr og starfar í land­inu

Sam­kvæmt mæla­borði ferðaþjón­ust­unn­ar voru á suðvest­ur­horn­inu um 2.500 íbúðir til leigu síðastliðið sum­ar.

Sam­fylk­ing­in boðaði fyrr í vet­ur aðgerðir til að ná stjórn á skamm­tíma­leigu. Kristrún seg­ir stöðuna á hús­næðismarkaðnum erfiða og nú þurfi að leita leiða til að tryggja hús­næðis­ör­yggi fólks sem býr og starfar í land­inu.

„Sam­fylk­ing­in er að minnsta kosti til­bú­in í þetta sam­tal,“ sagði Kristrún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert