Fjöldi mótmælenda er mættur fyrir framan Ráðherrabústaðinn, þar sem ríkisstjórnin fundar, til að fordæma aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna Gasa.
Félagið Ísland/Palestína fer fyrir mótmælunum og eru þau boðuð til að krefja íslensk stjórnvöld um að veita þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem koma frá Palestínu og eru staddir hér á landi vernd án tafa og stöðvi allar brottvísanir á palestínsku flóttafólki frá Íslandi.
Inn í Ráðherrabústaðinn heyrast hróp og köll á borð við: „Aumingjar,“ og „drullusokkar“. Því má segja að ráðherrunum sé ekki vönduð kveðjan frá mótmælendum.