Yfir helmingsmunur á leiguverði eftir leigusala

Leiguverð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum er mun lægra en hjá hagnaðardrifnu …
Leiguverð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum er mun lægra en hjá hagnaðardrifnu félögunum. Er þar um helmingsmunur. mbl.is/Sigurður Bogi

Mik­ill mun­ur er á leigu­verði eft­ir því hver er leigu­sali. Er fer­metra­verð hjá ein­stak­ling­um og hagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um yfir 3.000 krón­ur á meðan fer­metra­verð hjá óhagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um er und­ir 2.000 krón­ur. Þetta sést í töl­um nýrri leigu­skrá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) sem kynnt var í dag.

Leigu­skrá­in er til kom­in vegna nýrra laga frá því í lok árs 2022, en þá var meðal ann­ars inn­leidd skrán­ing­ar­skylda hjá stór­um hópi leigu­sala. Í kynn­ingu HMS í morg­un kom meðal ann­ars fram að lengi hafi verið búið við döp­ur gögn um leigu­markaðinn sem aðallega komu úr þing­lýs­ing­ar­skrá, hús­næðis­bóta­kerf­inu og úr leigu­markaðskönn­un. Tals­vert væri um göt í gögn­un­um og þau þættu alls ekki full­nægj­andi fyr­ir stefnu­mót­andi ákv­arðanir sem ættu að byggja á gögn­um.

Því var ákveðið að fara í smíði á leigu­skrá sem væri gagna­grunn­ur sem hægt væri að sækja gögn í á ein­fald­an hátt og raða upp og skoða eft­ir hinum ýmsu breyt­um.

Miðgildi fermetraverðs eftir tegund leigusala í nýrri leiguskrá HMS. Þar …
Miðgildi fer­metra­verðs eft­ir teg­und leigu­sala í nýrri leigu­skrá HMS. Þar sést að fer­metra­verðið er hæst hjá al­menn­um leigu­fé­lög­um, en ein­stak­ling­ar sem eru leigu­sal­ar koma þar skammt á eft­ir. Inn í þess­um töl­um eru stúd­íó­í­búðir og upp í 5 her­bergja íbúðir. Graf/​HMS

60% leigu­samn­inga þegar í leigu­skránni

Í dag eru um 20 þúsund leigu­samn­ing­ar þegar skráðir í leigu­skrána, en rann­sókn Hag­stofu frá ár­inu 2022 gerði ráð fyr­ir að um 34 þúsund heim­ili væru á leigu­markaði. Því áætla aðstand­end­ur grunns­ins að um 60% samn­inga séu þegar komn­ir í grunn­inn, en mark­miðið er að ná upp í um 80% af markaðinum.

Meðal þeirra sem skila gögn­um inn í grunn­inn eru stór leigu­fé­lög, stór­ir leigu­sal­ar, sveit­ar­fé­lög og óhagnaðardrif­in leigu­fé­lög. Geta leigu­fé­lög tengt tölvu­kerfi sín beint við grunn­inn og sent inn jafn óðum og nýir samn­ing­ar eru gerðir.

Tíma­bundn­ir eða ótíma­bundn­ir samn­ing­ar

Í kynn­ing­unni í morg­un voru sýnd nokk­ur dæmi um hvaða gögn væri hægt að sækja í grunn­inn og voru það meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um hversu hátt hlut­fall leigu­samn­inga væru tíma­bundn­ir eða ótíma­bundn­ir. Kom þar í ljós að þar sem ein­stak­ling­ar eru leigu­sal­ar eru 78% samn­inga tíma­bundn­ir. Hjá sveit­ar­fé­lög­um og hagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um er hlut­fallið um 60%, en aðeins 19% hjá óhagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um.

Þá var hægt að skoða leigu­verð eft­ir aldri íbúða sem voru leigðar út, eft­ir stærð þeirra og staðsetn­ingu. Einnig sást út frá gögn­un­um að staðsetn­ing virðist hafa nokkuð meiri áhrif á verð lít­illa íbúða en stórra íbúða.

Leig­an hæst hjá leigu­fé­lög­um og ein­stak­ling­um

Al­mennt er leig­an hæst hjá hagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um. Á það við um um all­ar stærðir íbúða, frá 2ja her­bergja upp í 5 her­bergja. Leig­an er næst hæst hjá leigu­söl­um sem eru ein­stak­ling­ar, en sveit­ar­fé­lög og óhagnaðardrif­in leigu­fé­lög eru með lang lægstu leig­una. Eru óhagnaðardrif­in leigu­fé­lög með lægri leigu á 2ja og 3ja her­bergja íbúðum, en þegar eign­irn­ar stækka verður leig­an lægri hjá sveit­ar­fé­lög­um.

Miðgildi fermetraverðs eftir mismunandi stærð fasteigna samkvæmt tölum úr nýrri …
Miðgildi fer­metra­verðs eft­ir mis­mun­andi stærð fast­eigna sam­kvæmt töl­um úr nýrri leigu­skrá HMS. Graf/​HMS

Þegar miðgildi leigu­verðs er skoðað sést að það er hæst hjá hagnaðardrifnu leigu­fé­lög­un­um, en þar er það um 3.200 krón­ur á fer­metra. Þar sem ein­stak­ling­ar eru leigu­sal­ar er fer­metra­verðið einnig aðeins yfir 3.000 krón­ur á fer­metra. Hins veg­ar er það rúm­lega 2.500 krón­ur á fer­metra hjá sveit­ar­fé­lög­um og tæp­lega 2.000 krón­ur hjá óhagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um.

Þannig er leig­an að meðaltali um 62% hærri hjá hagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um en hjá þeim óhagnaðardrifnu.

Ný vísi­tala leigu­verðs á höfuðborg­ar­svæðinu

Tekið skal fram að leigu­skrá­in inni­held­ur enn sem komið er frek­ar fáa samn­inga frá óhagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um vegna skorts á þeim íbúðum á markaðnum og því voru færri slík­ar íbúðir leigðar út á ár­inu. Það er því mögu­legt að meðal­verðið breyt­ist eft­ir því sem samn­ing­un­um fjölg­ar.

Sam­hliða þessu kynnti HMS nýja vísi­tölu sína um húsa­leigu á höfuðborg­ar­svæðinu, en þar verður hægt að fylgj­ast með verðþróun venju­legra íbúða á al­menna leigu­markaðinum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka