Hver fær 92 milljónir í sinn hlut

Þrír fengu 92 milljónir króna í sinn hlut.
Þrír fengu 92 milljónir króna í sinn hlut.

Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér öðrum vinningi í Eurojackpot og fær hver þeirra rúmar 92 milljónir. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Danmörku.

Einn stálheppinn áskrifandi Eurojackpot var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut.

Annar miðaeigandi var með annan vinning í Jóker kvöldsins og fær hann 100.000 krónur í sinn hlut en sá miði var keyptur á vefnum lotto.is. Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka