Vill byggja sér hús í nágrenni Grindavíkur

Ómar Smári Ármannsson hefur ákveðið að sækja um lóð til …
Ómar Smári Ármannsson hefur ákveðið að sækja um lóð til nýbyggingar í óskiptu landi Þórkötlustaða í nágrenni Grindavíkur. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Aðsend

„Ég hef trú á Grindavík til langrar framtíðar,“ segir Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur og fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ómar hefur ákveðið að sækja um lóð til nýbyggingar í óskiptu landi Þórkötlustaða í nágrenni Grindavíkur. Á meðan hörmungar dynja á bæjarbúum og sífellt fleiri virðast telja að þar verði ekki búið í framtíðinni eftir undanfarnar jarðhræringar er Ómar Smári á öðru máli.

Molda-Gnúpur á flótta

Hann kveðst vilja sýna fólki fram á að landið sé vel byggilegt. „Það eru allir með einhverja uppgjöf í kollinum en þetta er framtíðin. Það er ekkert nýtt að fólk hafi þurft að færa sig um set út af hverju hraunrennsli þarna,“ segir Ómar Smári og rekur söguna af því þegar landnámsmaðurinn Molda-Gnúpur Hrólfsson kom hingað um 940.

Sá hafði vart komið sér fyrir ásamt fjölskyldu sinni er hraun rann og umlukti og eyðilagði kofa hans og jörð. Fyrir vikið hafi hann á endanum hafnað í Grindavík. „Ef það rennur þá rennur það bara og þá byggir maður sér einhvers staðar annars staðar,“ segir Ómar Smári.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert