Jörðin gaf sig í Grindavík: „Mér dauðbrá“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jörðin gaf sig und­an vinnu­bíl Bene­dikts G. Jóns­son­ar pípu­lagn­inga­meist­ara í Grinda­vík í dag. Slapp hann ómeidd­ur en lít­il hola myndaðist und­ir bíln­um og var hún nokk­urra metra djúp.

    Bene­dikt, sem rek­ur fyr­ir­tækið Benni píp­ari, var að störf­um í Grinda­vík við verðmæta­björg­un er at­vikið gerðist.

    „Ég var bara að keyra inn á plan fyr­ir fram­an hús þar sem ég vissi að væri búið að fylla í sprung­ur áður, og þá bara popp­ar und­ir bíln­um,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is.

    Sleg­inn yfir at­vik­inu

    Bíll­inn, sem er Ford Transit-vinnu­bíll, féll ekki í sprung­una held­ur voru dekk­in á bíln­um sitt­hvorumeg­in við hana.

    „Ég bara tók séns­inn, lagði á stýrið al­veg í botn öðrum meg­in og bara bakkaði til baka aft­ur,“ seg­ir hann er hann út­skýr­ir hvernig hann komst frá sprung­unni.

    Hann kveðst hafa verið sleg­inn yfir at­vik­inu. Hann kveðst þakk­lát­ur fyr­ir að hafa keyrt inn á svæðið í stað þess að fara gang­andi.

    „Mér dauðbrá og maður finn­ur það meira að segja enn þá aðeins. Þetta er ekki þægi­leg til­finn­ing skal ég segja þér,“ seg­ir Bene­dikt. Búið er að girða svæðið af.

    Benedikt, sem rekur fyrirtækið Benni pípari, var að störfum í …
    Bene­dikt, sem rek­ur fyr­ir­tækið Benni píp­ari, var að störf­um í Grinda­vík við ver­mæta­björg­un er at­vikið gerðist. Sam­sett mynd
    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert