Tíðinda að vænta ef vantrauststillaga kemur fram

Hildur segir gagnrýnivert hversu langan tíma það hefur tekið fyrir …
Hildur segir gagnrýnivert hversu langan tíma það hefur tekið fyrir Svandísi að axla ábyrgð. Samsett mynd

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef vantrauststillaga verður lögð fram gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudag megi vænta tíðinda frá Vinstri grænum. 

„Ef vantrauststillagan kemur fram á mánudaginn, eins og ég sé í fjölmiðlum að er á áætlun, þá myndi ég ætla að það fari að draga til tíðinda,“ segir Hildur í samtali við mbl.is.

Gagnrýnir Vinstri græn fyrir hægagang

Gagnrýnir Hildur einnig hversu langan tíma það hefur tekið að fá viðbrögð Vinstri grænna við því hvernig Svandís hyggst axla ábyrgð á áliti umboðsmanns Alþingis.

„Það er enn á borði VG hvernig þau hyggjast axla ábyrgð á þessu áliti, en ég verð nú að fá að segja að mér þykir orðið gagnrýnivert hvað það hefur tekið langan tíma,“ segir Hildur.

Í áliti umboðsmanns kom fram að matvælaráðherra hefði stöðvað hvalveiðar með ólögmætum hætti.

Hildur segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni funda og fara yfir málið ef vantrauststillaga verður lögð fram gegn Svandísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert