Gefur ekki tilefni til sérstakra viðbragða

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir álit umboðsmanns Alþing­is um reglu­gerð henn­ar um hval­veiðar ekki gefa til­efni til sér­stakra viðbragða. Það sé lög­fræðileg niðurstaða ráðuneyt­is henn­ar. 

Í face­book­færslu seg­ir hún eng­an ill­an ásetn­ing hafa verið að baki reglu­gerð sinni um hval­veiðar. „Mér gekk ekk­ert annað til en að fara að lög­um og þar á meðal og ekki síst mik­il­væg­um lög­um frá 2013 um að okk­ur beri að koma vel fram við dýr,” seg­ir hún.

„En nú er álit umboðsmanns komið fram og ég hlusta á þau sjón­ar­mið sem þar koma fram og tek þau til mín,” seg­ir hún jafn­framt og bæt­ir við að ráðuneyti henn­ar hafi rýnt álitið. Lög­fræðileg niðurstaða þess sé að það gefi ekki til­efni til sér­stakra viðbragða.

„Það er í sam­ræmi við niður­stöðu umboðsmanns en hann bein­ir ekki sér­stök­um til­mæl­um um úr­bæt­ur til mín, um­fram það að hafa sjón­ar­miðin sem fram koma í álit­inu í huga til framtíðar.”

Gríp­ur til tveggja aðgerða

Svandís hef­ur ákveðið að fela óháðum aðila að fara yfir stjórn­sýslu og lagaum­gjörð hval­veiða, þar með talið alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar rík­is­ins og vald­heim­ild­ir stjórn­valda á þeim grund­velli.

Álits­gjafi verður einnig beðinn um að gera til­lög­ur að úr­bót­um eft­ir því sem við á og til­lög­ur að breyt­ing­um á lög­um, eft­ir at­vik­um.

Einnig hef­ur hún ákveðið að fela rík­is­lög­manni að leggja mat á er­indi Hvals hf. Þar sem fé­lagið ósk­ar eft­ir viðræðum við ríkið um mögu­legt upp­gjör vegna álits­ins.

„Ég gríp til þess­ara skýru viðbragða í ljósi þess að mik­il­vægt er að stjórn­völd beri virðingu fyr­ir eft­ir­lits­stofn­un­um og sýni það í verki. Umboðsmaður Alþing­is gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í eft­ir­liti með stjórn­sýslu rík­is­ins í okk­ar lýðræðis­sam­fé­lagi,” seg­ir Svandís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka