Samfylkingin mælist stærsti þingflokkurinn

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í könnuninni.
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í könnuninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Miðflokksins eykst mest allra flokka milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Flokkurinn mælist nú með 11,8% fylgi en í síðasta mánuði var það 9,4%. 

Stjórnarflokkarnir þrír halda allir fylgi sínu nokkuð jöfnu frá síðustu mælingum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærsti flokkurinn með 16,6%, Framsóknarflokkurinn með 10,3% og Vinstri-grænir með 5,7%. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því 32,6% og stendur í stað milli mælinga. 

Fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar skarast ekki og munurinn því marktækur …
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar skarast ekki og munurinn því marktækur ellefta mánuðinn í röð. Graf/Maskína

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í könnuninni. Fylgið hefur haldist nokkuð jafnt milli mánaða og er nú 25,7%. Fylgi Samfylkingarinnar hefur jafnframt hækkað mest allra flokka frá síðustu kosningum, eða um 15,7 prósentustig. Fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka helst nokkuð jafnt milli mánaða. 

Stjórnarflokkarnir eru þeir flokkar sem hafa misst mest fylgi frá því um síðustu kosningar. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn 24,5% fylgi en hefur nú 16,6% fylgi, Framsóknarflokkurinn hafði 17,4% fylgi en hefur nú 10,3% fylgi og Vinstri-grænir hafði 12,7% fylgi en hefur nú 5,7% fylgi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur þannig lækkað úr 54,6% fylgi í 32,6% fylgi frá síðustu kosningum. 

Könnunin var gerð dagana 10.-15. janúar og voru svarendur 1.936. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert