Segir Bjarna hafa rofið sögulegt þagnarbindindi

Andrés Ingi var gagnrýninn á ríkisstjórnina á þingfundi Alþingis í …
Andrés Ingi var gagnrýninn á ríkisstjórnina á þingfundi Alþingis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra fyrir að hafa notað fyrsta fjölmiðlaviðtal ársins til að grafa undan stöðu flóttafólks. 

Gagnrýnina setti Andrés fram á þingfundi Alþingis þar sem störf þingsins voru til umræðu. Hóf Andrés ræðu sína með orðunum: 

„Í gær rauf utanríkisráðherra sögulegt þagnarbindindi þegar hann veitti fyrsta fjölmiðlaviðtal ársins.“ Því næst fór Andrés yfir tilefni umrædds viðtals sem Bjarni veitti Silfrinu í gærkvöldi. 

„Tilefnið var hneykslan ráðherrans á mótmælum sem eiga sér hér stað fyrir utan Alþingi þar sem fólk frá Palestínu er að kalla eftir viðbrögðum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í viðtali við Silfrið hafnaði hann því að hann væri að slá nýjan tón í útlendingaandúð, enda má það svo sem til sanns vegar færa að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur stigið þau skref mörg á kjörtímabilinu.“

Ekki að kalla eftir breyttri stefnu

Andrés gagnrýndi jafnframt ríkisstjórnina fyrir að hafa þrýst í gegn lögum sem draga úr réttindum fólks á flótta. Þá sagði hann fleiri frumvörp á leiðinni og stjórnvöld þannig á harðahlaupum frá mannúð. 

„Það breytir því hins vegar ekki að fólkið sem mótmælir hér utan við alþingishúsið er ekki að kalla eftir breyttri stefnu heldur einfaldlega að ríkisstjórnin framkvæmi það sem hún segist hafa ákveðið að gera,“ sagði Andrés og kvað ráðherrann hafa getað áttað sig á því ef hann hefði talað við mótmælendur eða lesið eitt af þeim fjölmörgu bréfum sem þingmönnum hefðu borist. 

Mótmælin snúast nefnilega bara um það að utanríkisráðherra framkvæmi ákvarðanir sem ríkisstjórnin er búin að taka,“ sagði Andrés.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert