Segir Bjarna hafa rofið sögulegt þagnarbindindi

Andrés Ingi var gagnrýninn á ríkisstjórnina á þingfundi Alþingis í …
Andrés Ingi var gagnrýninn á ríkisstjórnina á þingfundi Alþingis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata, gagn­rýn­ir Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra fyr­ir að hafa notað fyrsta fjöl­miðlaviðtal árs­ins til að grafa und­an stöðu flótta­fólks. 

Gagn­rýn­ina setti Andrés fram á þing­fundi Alþing­is þar sem störf þings­ins voru til umræðu. Hóf Andrés ræðu sína með orðunum: 

„Í gær rauf ut­an­rík­is­ráðherra sögu­legt þagn­ar­bind­indi þegar hann veitti fyrsta fjöl­miðlaviðtal árs­ins.“ Því næst fór Andrés yfir til­efni um­rædds viðtals sem Bjarni veitti Silfr­inu í gær­kvöldi. 

„Til­efnið var hneyksl­an ráðherr­ans á mót­mæl­um sem eiga sér hér stað fyr­ir utan Alþingi þar sem fólk frá Palestínu er að kalla eft­ir viðbrögðum og aðgerðum rík­isstjórn­ar­inn­ar. Í viðtali við Silfrið hafnaði hann því að hann væri að slá nýj­an tón í út­lend­inga­andúð, enda má það svo sem til sanns veg­ar færa að rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur stigið þau skref mörg á kjör­tíma­bil­inu.“

Ekki að kalla eft­ir breyttri stefnu

Andrés gagn­rýndi jafn­framt rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hafa þrýst í gegn lög­um sem draga úr rétt­ind­um fólks á flótta. Þá sagði hann fleiri frum­vörp á leiðinni og stjórn­völd þannig á harðahlaup­um frá mannúð. 

„Það breyt­ir því hins veg­ar ekki að fólkið sem mót­mæl­ir hér utan við alþing­is­húsið er ekki að kalla eft­ir breyttri stefnu held­ur ein­fald­lega að rík­is­stjórn­in fram­kvæmi það sem hún seg­ist hafa ákveðið að gera,“ sagði Andrés og kvað ráðherr­ann hafa getað áttað sig á því ef hann hefði talað við mót­mæl­end­ur eða lesið eitt af þeim fjöl­mörgu bréf­um sem þing­mönn­um hefðu borist. 

Mót­mæl­in snú­ast nefni­lega bara um það að ut­anrík­is­ráðherra fram­kvæmi ákv­arðanir sem rík­is­stjórn­in er búin að taka,“ sagði Andrés.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert