Afhenda ekki flugfarþegalista

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu er­lend flug­fé­lög af­henda stjórn­völd­um ekki lista yfir þá farþega sem hingað koma með þeim, enda þótt lög mæli fyr­ir um að fyr­ir­tækj­um sem ann­ast flutn­ing farþega til og frá land­inu sé skylt að af­henda lög­reglu upp­lýs­ing­ar um farþega og áhöfn.

Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, hef­ur þung­ar áhyggj­ur af þess­ari stöðu mála, enda geti lög­bund­in grein­ing farþega­upp­lýs­inga ekki farið fram þegar svona hátt­ar til.

Seg­ir hann að hend­ing ein ráði því hvort brota­menn séu stöðvaðir á landa­mær­um þegar kerf­is­bundið landa­mæra­eft­ir­lit er ekki til staðar, eins og er á ytri landa­mær­um Schengen þar sem all­ir farþegar þurfi að fram­vísa vega­bréf­um.

„Það sem er verra er að svona hef­ur ástandið verið mjög, mjög lengi án eðli­legra viðbragða af hálfu ís­lenskra stjórn­valda,“ seg­ir Úlfar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Stjórn­völd hafa eigi að síður heim­ild til að svipta þau flug­fé­lög lend­ing­ar­leyfi sem skirr­ast við að af­henda yf­ir­völd­um farþegalist­ana.

Úlfar Lúðvíksson.
Úlfar Lúðvíks­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í landa­mæra­lög­um er kveðið á um að fyr­ir­tækj­um sem ann­ast flutn­ing farþega til og frá land­inu sé skylt að af­henda lög­reglu upp­lýs­ing­ar um farþega og áhöfn. Brjóti þau gegn þeirri skyldu sinni að veita slík­ar upp­lýs­ing­ar kveða lög á um refsi­á­byrgð þeirra, en skv. tolla­lög­um er heim­ilt að leggja stjórn­valds­sekt­ir á flug­fé­lög­in.

Ekk­ert hef­ur þó verið aðhafst af hálfu stjórn­valda í þeim efn­um. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka