Ekki hleypt inn í Grindavík um helgina

Unnið að viðgerðum í Grindavík.
Unnið að viðgerðum í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki verður hægt að hleypa Grindvíkingum inn í bæinn til að huga að húsum sínum og sækja búslóðir eða hluta þeirra um helgina eins og vonir stóðu til.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en vegna veðurs og tafa við mat á vegum og viðgerðum verður Grindvíkingum hleypt inn í bæinn og það sama á við um fyrirtæki í bænum.

Áfram unnið að því að skipuleggja framkvæmdina

„Áfram verður um helgina unnið hörðum höndum að því að skipuleggja framkvæmdina með það að markmiði að íbúar fái jöfn tækifæri til að huga að eignum sínum, athuga með skemmdir og sækja nauðsynjar.

Þegar ljóst er með hvaða hætti skipulagið verður þá verður áætlunin birt með nokkurra daga fyrirvara svo íbúar geti skipulagt sig fram í tímann. Almannavarnir vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur að upplýsa íbúa sem best og koma þannig t.d. í veg fyrir að raðir myndist við lokanapósta og tími og orka íbúa fari í annað en það sem skiptir mestu máli,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka