Segja ákvörðun Bjarna gerræðislega

Íslensk stjórnvöld verða að aflétta aðgerð utanríkisráðherra strax, að mati …
Íslensk stjórnvöld verða að aflétta aðgerð utanríkisráðherra strax, að mati samtakanna. Samsett mynd/Árni Sæberg/Kristinn Magnússon

Fé­lagið Ísland-Palestína for­dæm­ir ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um að frysta greiðslur til Palestínuflótta­manna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, UN­RWA.

Í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir að ákvörðunin hafi ger­ræðis­leg og tek­in áður en rann­sókn á ásök­un­um Ísra­els á  hend­ur starfs­mönn­um UN­RWA hafi skilað niður­stöðu.

Mótmæli við Alþingi í síðustu viku til stuðnings Palestínu.
Mót­mæli við Alþingi í síðustu viku til stuðnings Palestínu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Palestínuflótta­mannaaðstoð SÞ gegn­ir lyk­il­hlut­verki í neyðaraðstoð við Gaza­búa sem eru í lífs­hættu sök­um skorts á mat, vatni, lyfj­um og eldsneyti vegna hernaðar Ísra­els.

Með þess­ari aðgerð tek­ur ís­lenska rík­is­stjórn­in þátt í ólög­legri hóprefs­ingu eins og lýst er í Genfarsátt­mál­an­um: „Með hug­tak­inu er ekki aðeins átt við refs­ing­ar, held­ur einnig ann­ars kon­ar viður­lög, áreiti eða stjórn­sýsluaðgerðir sem gripið er til gegn hópi í hefnd­ar­skyni fyr­ir verknað ein­stak­lings eða ein­stak­linga sem telj­ast til hóps­ins“, “seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bent er á að úr­sk­urð Alþjóðadóm­stóls­ins í Haag um að mögu­lega sé þjóðarmorð í upp­sigl­ingu á Gasa­svæðinu, bæði vegna stöðugra sprengju­árása og vegna skorts á lífs­nauðsynj­um.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum.
Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra í Ráðherra­bú­staðnum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Aðgerð ut­an­rík­is­ráðherra er því í and­stöðu við úr­sk­urð dóm­stóls­ins og eyk­ur enn frek­ar á áþján Gaza­búa. Íslensk stjórn­völd verða að aflétta þess­ari aðgerð ut­an­rík­is­ráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að ber­ast til Gaza strax!” seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert