Hafnar því að ríkið yfirbjóði leiguhúsnæði

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:08
Loaded: 14.53%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra hafn­ar því að Vinnu­mála­stofn­un, sem afl­ar hús­næðis fyr­ir flótta­menn, hafi yf­ir­boðið hús­næði á leigu­markaði. Í árs­lok 2023 dvöldu um 2000 manns í bú­setu­úr­ræðum á veg­um stofn­un­ar­inn­ar, að því er fram kem­ur í töl­um frá ráðuneyti Guðmund­ar.

Þetta kem­ur fram í viðtali við ráðherra í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Bend­ir hann á að stofn­un­in hafi unnið þrek­virki við að þjón­usta þann stóra hóp sem hingað hef­ur komið í ósk um alþjóðlega vernd.

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur áður þurft að bregðast við full­yrðing­um í fjöl­miðlum um að hún standi í yf­ir­boðum á þess­um markaði. Varð það m.a. til þess að stofn­un­in sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í fyrra vegna til­tek­ins máls sem rataði í fjöl­miðla og varðaði leigu­töku á fjöl­býl­is­húsi í Reykja­nes­bæ þar sem leigu­sali sagði upp samn­ing­um við aðra leigj­end­ur til þess að hefja viðskipti við Vinnu­mála­stofn­un.

Í yf­ir­lýs­ing­unni sagði m.a.:

Hvað varðar leigu á bú­setu­úr­ræði fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd hef­ur Vinnu­mála­stofn­un falið Fram­kvæmda­sýsl­unni/​Rík­is­eign­um að finna slíkt úrræði fyr­ir hönd stofn­un­ar­inn­ar. Í þessu sam­bandi tók Fram­kvæmda­sýsl­an/​Rík­is­eign­ir fyr­ir skemmstu á leigu hús­næði í Reykja­nes­bæ þar sem fyr­ir eru leigj­end­ur en í því til­tekna til­viki hef­ur eig­andi hús­næðis­ins staðfest við Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins/​Rik­iseign­ir að öll­um leigj­end­um verði boðið annað hús­næði sem er í eigu hús­eig­anda þegar gild­is­tími nú­ver­andi leigu­samn­inga renn­ur út. Þá hef­ur Fram­kvæmda­sýsl­an/​Rík­is­eign­ir staðfest við Vinnu­mála­stofn­un að leig­an sem greidd er fyr­ir það bú­setu­úr­ræði sem hér um ræðir sé sú sama og nú­ver­andi leigj­end­ur greiða.

Viðtalið við Guðmund Inga má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert