Nemendur í Hagaskóla í verkfall fyrir Palestínu

Nemendurnir setja fram kröfur í sex liðum.
Nemendurnir setja fram kröfur í sex liðum. Ljósmynd/Samsett

Hópur grunnskólanema í Hagaskóla hefur boðað til skólaverkfalls á þriðjudaginn til stuðnings Palestínu. Markmið skólaverkfallsins er að þrýsta á íslensk stjórnvöld að verða við sex kröfum sem taldar eru upp í fréttatilkynningu.

Hyggjast nemendurnir ganga úr tíma klukkan 10.30 og mæta fyrir utan Alþingi klukkan 11.00 og mótmæla.

Krefjast fjölskyldusameininga

Þá hefur verið stofnuð síða á Instagram í þágu verkfallsins. Nemendurnir setja fram þessar sex kröfur:

1. Að Ísland taki afstöðu gegn þjóðamorðinu sem er að gerast í Gaza.

2. Að fjölskyldurnar séu sameinaðar strax og náð útaf Gaza.

3. Að palestínskt fólk á flótta fái alþjóðlega vernd.

4. Að Palestínufólkið sem hefur verið að mótmæla fái fund með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.

5. Að brottvísunum palestínsks fólks sé hætt.

6. Að Ísland geri allt sem það geti til að þrýsta á vopnahlé og stoppa allar árásir á Gaza.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert