Atburðir dagsins kalla á endurskoðað hættumat

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir atburði dagsins kalla á endurskoðað …
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir atburði dagsins kalla á endurskoðað hættumat. mbl.is/Egger Jóhannesson og ljósmynd/Sveinbjörn Darri Matthíasson

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að atburðir dagsins kalli á endurskoðun á hættumati.

„Við sáum hvað þetta gerðist skjótt og hvað jarðskjálftarnir voru litlir og hvað hraunið kom fljótt upp, sem segir okkur að í þessari Sundhnúkagígaröð er greinilega opið upp. Svo sáum við hvað hraunið rann hratt, fór í eins konar trekt, sem gerði það að verkum að það var þunnfljótandi og komst hratt yfir,“ segir Sigurður Ingi. 

Hann segir allt stjórnkerfið í kapphlaupi við náttúruna. Unnið sé að því að greina alla veikleika.

Vonast er til þess að hægt verði að koma heitu vatni í gagnið fyrir Suðurnes á morgun. Bjartsýnustu spár segja að það sé upp úr miðjum degi. 

Hjúkrunarheimili án varaafls 

Hvaða veikleikar eru helstir í stöðunni?

„Þeir snúa kannski helst að varaafli á heilbrigðisstofnunum. Það átti að vera klárt eftir aðgerðirnar 2020 en nú er að koma í ljós að varaaflið er ekki tryggt á einkareknum hjúkrunarheimilum sem hafa þá ekki tekið til sín þessi tilmæli.“

Hann segir verið að gera allt sem mögulegt er til að tryggja varaafl svo ekki þurfi að flytja fólk á hjúkrunarheimilum. 

„En svo er alltaf til plan, B og C því við ráðum ekki við náttúruna,“ segir Sigurður Ingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert