Heitt vatn í eðlilegt horf eftir viku

Frá fundi almannavarna.
Frá fundi almannavarna. mbl.is/Óttar

Gert er ráð fyr­ir að eft­ir viku verði heitt vatn komið í eðli­legt horf í sveit­ar­fé­lög­um á Reykja­nesskaga. 

Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna sem lauk fyr­ir stuttu. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is- orku- og loft­lags­ráðherra, Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri HS Orku, og Páll Erland, for­stjóri HS Veitna, voru á fund­in­um sem Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, stýrði. 

Hjör­dís tók fyrst til máls og nefndi að búið væri að taka sam­an ýms­ar upp­lýs­ing­ar sem verður hægt að finna á vefsíðu al­manna­varna. Þá benti hún einnig á vefsíðu HS orku og HS veitna. 

Búið er að opna fyr­ir þjón­ustusíma í síma 444 2590 þar sem upp­lýs­ing­ar um stöðuna verða veitt­ar. 

Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna og Tóm­as Már Sig­urðsson for­stjóri HS …
Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna og Tóm­as Már Sig­urðsson for­stjóri HS Orku. mbl.is/Ó​ttar

Byrjað að leggja nýja lögn

Tóm­as tók næst­ur til máls og sagði að strax í nótt hafi verið sótt efni í nýja hjá­v­eitu­lögn og að byrjað hafi verið að sjóða sam­an nýj­ar lagn­ir klukk­an 14 í dag.

Hann sagði að á næstu tveim­ur sól­ar­hring­um yrði lögð ný 500 metra heita­vatns­lögn yfir nýja hraunið. Tóm­as sagði það síðan taka tvo sól­ar­hringa að ná fullri virkni á svæðinu eft­ir að lögn­in er til­bú­in.

Því má gera ráð fyr­ir að það taki um viku­tíma að fá heitt vatn á allt svæðinu.

Tóm­as nefndi að HS orka væri með plan B, C og D og að hlut­irn­ir gætu breyst hratt, líkt og þeir hafa gerst síðustu þrjá mánuði.

Þrot­laus vinna 

Páll tók næst­ur til máls og fór yfir hlut­verk HS veitna sem er að veita heitu og köldu vatni og raf­magni til sveit­ar­fé­laga á svæðinu.

Til þess að geta þjónað því hlut­verki þarf fyr­ir­tækið vatn og raf­magn sem kem­ur að mestu úr orku­ver­inu í Svartsengi.

Hann nefndi að ástandið síðustu mánuði hafi mest bitnað á innviðum HS veitna í Grinda­vík, en einnig víðar. Páll sagði að þrot­laus vinna hafi átt sér stað í að halda uppi heitu vatni og raf­magni í Grinda­vík.

Páll Erland for­stjóri HS Veitna.
Páll Erland for­stjóri HS Veitna. mbl.is/Ó​ttar

Svart­asta sviðsmynd­in rætt­ist

Páll sagði að því miður hafi ein svart­asta sviðsmynd­in ræst í síðasta eld­gosi, það er að segja að ekki sé heitt vatn í hús­um á Reykja­nesi í marga daga. 

Hann nefndi að raf­dreifi­kerfið sé ekki gert til að þola raf­kynd­ingu húsa. Vanda­málið sé að ekki sé hægt að koma nægu raf­magni til íbúa til þess að halda stofu­hita í hús­næði og þá sé hætta á að kerfið slái út, líkt og gerðist í gær­kvöldi. 

Hann nefndi að eng­in vara­hita­veita sé til staðar neins staðar á Íslandi og að ol­íukatl­ar leysa ekki vand­ann. 

Slökkva meðan eldað er

Páll sagði að stofn­an­ir og fyr­ir­tæki hafi nægt raf­magn og geti haldið áfram starf­semi og sama megi segja um götu­ljósa­kerfið. 

Hann lagði áherslu á að gríðarlega mik­il­vægt sé að reyna að lág­marka raf­magns­notk­un þar til heitt vatn kem­ur. Páll nefndi að út­slátt­ur­inn í gær­kvöldi gæti verið tengd­ur því að fólk var að elda kvöld­mat sam­hliða notk­un á raf­magn­sofn­um.

Páll nefndi að lok­um að verið sé að reyna að viðhalda heita­vatns­lögn­um eins og hægt er. 

Kom ekki á óvart

Guðlaug­ur Þór tók síðast­ur til máls og sagði að ástandið hafi ekki komið á óvart þar sem að um hafi verið að ræða eina af þeim sviðsmynd­um sem gert var ráð fyr­ir. 

Hann ít­rekaði að mik­il­vægt væri að fylgja leiðbein­ing­um al­manna­varna og sagði að verðmæta­björg­un yrði í al­gjör­um for­gangi næstu daga. 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is- orku- og loft­lags­ráðherra.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is- orku- og loft­lags­ráðherra. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert