„Hvar á maður að kaupa?“

Thelma Sif Stefánsdóttir og Ólafur Reynir Ómarsson eiga soninn Ísak …
Thelma Sif Stefánsdóttir og Ólafur Reynir Ómarsson eiga soninn Ísak Hjalta. Þau bjuggu í íbúð sinni í Grindavík í tæpa fjóra mánuði áður en þau þurftu að rýma. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Eggert

Hin tví­tuga Thelma Sif Stef­áns­dótt­ir stend­ur nú frammi fyr­ir því að tapa yfir millj­ón á því að ríkið kaupi eign henn­ar í Grinda­vík.

Hún er á meðal þeirra fjöl­mörgu ein­stak­linga sem hafa sent inn um­sögn í sam­ráðsgátt vegna draga að laga­frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins um kaup á íbúðar­hús­næði í Grinda­vík.

Vildu ör­uggt hús­næði

Thelma og kær­asti henn­ar, Ólaf­ur Reyn­ir Ómars­son, eru bæði tví­tug. Í byrj­un árs 2023 kom í ljós að parið ætti von á barni. Þau ákváðu þá að leita að hús­næði til þess að fest­ast ekki inni á leigu­markaðinum. „Við vild­um vera í ör­uggu hús­næði,” seg­ir Thelma í sam­tali við mbl.is. Þau lögðu þá mikið á sig til þess að safna fyr­ir út­borg­un.

„Við sáum fram á að geta keypt í Grinda­vík. Það er aðeins viðráðan­legra verð þar, og við eig­um fjöl­skyldu þar og gott bak­land,“ seg­ir Thelma sem er í grunn­inn borg­ar­barn.

Kaup­samn­ingn­um á eign­inni sem parið keypti var þó ekki þing­lýst fyrr en í júní. Sumr­inu var síðan varið í að gera upp íbúðina sem kostaði þau um eina millj­ón. Þau fluttu síðan inn 1. ág­úst og eignuðust son­inn Ísak Hjalta í lok sama mánaðar. Þá á fjöl­skyld­an einnig hund­inn Jök­ul.

Þau sjá því fram á að tapa millj­ón­inni og öll­um þeim tíma sem fór í að stand­setja íbúðina þegar Thelma var kasólétt 

Fjölskyldan saman í göngu.
Fjöl­skyld­an sam­an í göngu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Allt rifið af manni“

Tí­unda nóv­em­ber var Grinda­vík­ur­bær rýmd­ur. „Allt rifið af manni,“ líkt og Thelma orðar það. Fjöl­skyld­an bjó því í fyrstu eign­inni sinni í tæpa fjóra mánuði.

Nú eru þau kom­inn á leigu­markaðinn, staða sem þau höfðu lagt mikið á sig til þess að forðast.

Parið bjó fyrstu mánuðina hjá for­eldr­um henn­ar en er nú ný­flutt inn í íbúð í Hafnar­f­irði sem þau hafa gert árs leigu­samn­ing um. Þau gátu flutt þau hús­gögn sem pössuðu í nýju íbúðina úr Grinda­vík, en hitt og þetta sit­ur þó eft­ir í yf­ir­gefna hús­næðinu.

Thelma seg­ir að þau hafi ákveðið að gera árs samn­ing til þess að fá smá hug­ar­ró með fastri bú­setu þó að íbúðin í Hafnar­f­irði „verði aldrei heima“.

Hún tel­ur þó skrýtið að leigustyrk­ur rík­is­ins renni út í ág­úst en marg­ir hafi gert lengri samn­inga, líkt og þau, og þá sé leigu­verðið „klikk­un“ á höfuðborg­ar­svæðinu. Á sama tíma þarf parið að reyna að safna til þess að eiga aft­ur fyr­ir út­borg­un.

Fjölskyldan lagði mikla vinnu í að gera upp íbúðina.
Fjöl­skyld­an lagði mikla vinnu í að gera upp íbúðina. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er ekk­ert í boði“

Eft­ir að í ljós kom að ríkið hygðist kaupa eign­ir Grind­vík­inga byrjaði parið að skoða í kring­um sig á fast­eigna­markaði.

„En hvar á maður að kaupa? Það er ekk­ert í boði,“ seg­ir Thelma og bæt­ir við að þau fái ekki aft­ur þau fríðindi sem fylgja því að vera fyrstu kaup­end­ur nema gerðar verði sér­stak­ar ráðstaf­an­ir í lög­um hvað það varðar. 

Þá nefn­ir hún að Grind­vík­ing­ar vinna flest­ir í Grinda­vík, á Suður­nesj­un­um eða á höfuðborg­ar­svæðinu. Ólaf­ur vinn­ur hjá slökkviliðinu í Grinda­vík en Thelma er í fæðing­ar­or­lofi.

Hún seg­ir að Grind­vík­ing­ar geti því ekki all­ir rifið upp all­ar ræt­ur og flutt á lands­byggðina til þess að fá eign­ir á svipuðu verði og þær voru á í Grinda­vík.

„Þó að við erum búin að missa hús­næðið okk­ar þá er allt annað hérna.“

Parið hafði gert ráð fyr­ir að fá pláss fyr­ir Ísak Hjalta hjá dag­for­eldri um eins árs ald­ur­inn, en nú er ljóst að svo verður ekki. Thelma kveðst ekki sjá fram á að hann fái pláss áður en hann fari í leik­skóla þar sem biðlist­ar á höfuðborg­ar­svæðinu séu svo lang­ir.

Verðlagið allt annað á höfuðborg­ar­svæðinu 

„Mér heyr­ist að stór hluti sé ósátt­ur með þetta,“ seg­ir Thelma um frum­varp stjórn­valda sem hún tel­ur hafa verið van­hugsað.

Í um­sögn­un­um við frum­varpið má sjá þónokkra gagn­rýna að ekki sé ekki hægt að færa nú­ver­andi lán yfir á nýja eign sem ger­ir það að verk­um að fólk þurfi að taka lán á óhag­stæðum kjör­um dags­ins í dag. Aðrir gagn­rýna að skil­yrði sé að fólk hafi haft lög­heim­ili í eign­inni 10. nóv­em­ber.

Thelma seg­ir að það hafi gleymst að verðlagið í Grinda­vík sé ekki það sama og á höfuðborg­ar­svæðinu.

Parið hef­ur meðal ann­ars skoðað eign­ir á net­inu í Njarðvík og seg­ir hún strax farið að bera á „upp­sprengdu verði“.

Þá nefn­ir Thelma að fast­eigna­verð muni að öll­um lík­ind­um hækka er Grind­vík­ing­ar bæt­ist í hóp kaup­enda. Hún seg­ist hafa heyrt að fólk ætli að bíða með að setja eign­ir á sölu þar til ríkið kaupi eign­ir Grind­vík­inga til þess að fá meira fyr­ir eign­irn­ar sín­ar.

Flest­ir tapi á þessu 

„Hvar eig­um við að kaupa á hefðbundn­um lána­kjör­um fyr­ir 95% af bruna­bóta­mati af eign sem við keypt­um sem fyrstu eign?“ spyr hún.

Thelmu finnst því að skoða þurfi mál­efnið bet­ur.

„Það eru ekki einu sinni sex mánuðir á milli þing­lýs­ingu á kaup­samn­ingi og fram að rým­ingu.“

Grindavík er heima í augum fjölskyldunnar.
Grinda­vík er heima í aug­um fjöl­skyld­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst fólk­inu í kring­um þig um frum­varpið?

„Mér finnst ein­hvern veg­inn að flest­ir sem maður tal­ar við, sama hvort það sé fjöl­skylda eða bara fé­lag­ar og aðrir sem maður þekk­ir, að maður sé bú­inn að kom­ast að því að það eru flest­ir að tapa á þessu,“ seg­ir Thelma.

„Þú gæt­ir átt eign skuld­laust í Grinda­vík og þú ert samt að tapa.“

Tvö ár stutt­ur tími 

Rík­is­stjórn­in hef­ur gefið það út að eft­ir tvö ár hafi Grind­vík­ing­ar for­kaups­rétt á eign­um sín­um.

Gætu þið hugsað ykk­ur að flytja aft­ur að þeim tíma liðnum?

„Auðvitað lang­ar manni það,“ seg­ir Thelma og bæt­ir við að hún hafi kom­ist að því að hana langi hvergi ann­ars staðar að vera en í Grinda­vík þrátt fyr­ir að vera borg­ar­barn.

Hraun rann inn í Grindavík í janúar.
Hraun rann inn í Grinda­vík í janú­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá seg­ir hún að henni finn­ist tvö ár mjög stutt­ur tími og nefn­ir í því sam­hengi að sér­fræðing­ar hafi nefnt tíu ára tíma­bil af nátt­úru­vá.

„Mér finnst al­veg galið að þurfa að taka ákvörðun eft­ir tvö ár. Af hverju á bara ein­hver maður út í bæ að geta keypt íbúðina mín eft­ir tvö ár af því að ég er ennþá óviss útaf nátt­úru­ham­förun­um?“

„Auðvitað lang­ar öll­um heim“

„Auðvitað lang­ar öll­um heim, en við mynd­um aldrei kaupa eign­ina okk­ar aft­ur fyrr en að við meg­um flytja heim. Ég sé ekki fram á að það verði hægt að búa þarna með börn eft­ir tvö ár.“

Hún seg­ir að fólk sé núna loks farið að átta sig á því að ham­far­irn­ar muni taka lengri tíma en bú­ist var við.

„Ég er al­gjört borg­ar­barn, en allt í einu lang­ar mig ekki að vera neins staðar nema í Grinda­vík,“ seg­ir Thelma að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert