Mótmælandi réðst að Diljá Mist

Diljá Mist segir að sér sé brugðið.
Diljá Mist segir að sér sé brugðið. Samsett mynd/mbl.is

Karl­maður sem var þátt­tak­andi í Palestínu­mót­mæl­um fyr­ir utan Alþingi fyrr í dag kastaði hlut í bíl Diljár Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Sagði hann henni að „fokka sér“ ít­rekað og lét önn­ur fúkyrði fylgja.

Diljá kveðst vera brugðið yfir at­vik­inu, í sam­tali við mbl.is.

„Ég var að koma úr umræðum á þing­inu og keyra upp ramp­inn hjá okk­ur. Auðvitað þarf maður að fara sér hægt til að gæta að gang­andi veg­far­end­um og þá kast­ar full­orðinn karl­maður ein­hverju í bíl­inn minn og mér verður al­veg svaka­lega um. Ég veit ekki hverju hann kast­ar í bíl­inn, fyr­ir það fyrsta, og svo er hann nátt­úru­lega líka bara ná­lægt mér,“ seg­ir Diljá Mist.

Les­andi sem varð vitni að at­vik­inu kveður hlut­inn hafa verið snjó­bolta. Spurð nán­ar út í eðli hlut­ar­ins seg­ir Diljá að hún telji að um klaka hafi verið að ræða.

Aðallega að segja henni að „fokka sér“

Hún seg­ir að ósjálfrátt hafi hún skrúfað niður rúðuna og spurt hvort að kast­inu hafi verið beint að sér. Hún kveðst ekki hafa vitað hvað hún átti að halda og talið að hann væri mögu­lega í vand­ræðum.

„Mér bregður svo svaka­lega.“

Þá kom maður­inn nær Diljá og byrjaði að ausa hana fúkyrðum.

„Hann er aðallega að segja mér að fokka mér,“ seg­ir Diljá og bæt­ir við að þá hafi lög­regl­an skorist í leik­inn.

„Ekk­ert annað en of­beldi“

Tengd­ist þetta Palestínu­mót­mæl­un­um fyr­ir utan Alþingi?

„Já, um það snér­ust öskrin í minn garð. Hann var að öskra ein­hverj­um ókvæðisorðum að mér, en aðallega að segja mér að „fokka mér“. Hann var að koma úr hópi sem stóð þarna – mót­mæl­enda,“ seg­ir Diljá.

Hún kveður sér ekki líða sér­lega vel nú í kjöl­farið. Fyrr um dag­inn hafði hún verið með dótt­ur sína í bíln­um. Diljá seg­ist vona að árás­ar­mann­in­um líði vel með sig sjálf­an eft­ir að hafa veist að henni.

„Það er ekki mjög stór­mann­legt af full­orðnum karl­manni að veit­ast að lít­illi konu. Það er nátt­úru­lega bara ein teg­und af mönn­um sem ger­ir svo­leiðis,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Þetta er auðvitað ekki gert til neins ann­ars en til að hræða fólk og valda því ein­hvers kon­ar óör­yggi og ónot­um. Þetta er ekk­ert annað en of­beldi auðvitað,“ seg­ir Diljá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert