Mótmæltu fyrir framan Ráðherrabústaðinn

Hópur mótmælenda var saman kominn fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun.
Hópur mótmælenda var saman kominn fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. mbl.is

Hópur mótmælenda var samankominn fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun þar sem ríkisstjórnarfundur fer nú fram. 

Talsverð viðvera lögreglu var á svæðinu, auk þess sem Ráðherrabústaðurinn var girtur af.

Mót­mæl­end­ur veifuðu Palestínuf­ánum og börðu í potta og pönn­ur. Þá mátti heyra hróp og köll inn í Ráðherrabústaðinn þar sem stjórnvöld voru krafin um að standa við fjölskyldusameiningar, að palestínskt flóttafólk sem hingað er komið fái hæli og að ráðherrar verði við ósk þeirra um fund. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert