Gengið mun lengra en nokkur bjóst við

Brákarey hefur verið eitt helsta kennileiti bæjarins og mikil starfsemi …
Brákarey hefur verið eitt helsta kennileiti bæjarins og mikil starfsemi farið þar fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, er undrandi á kröfugerð ríkisins í eyjar, hólma og sker sem Morgunblaðið hefur fjallað um síðustu daga og segir hana valda sér vonbrigðum.

Í hans sveitarfélagi er til að mynda Brákarey undir en þar er iðnaðarsvæði sem tengist Borgarnesi með brú eins og fólk þekkir.

„Brákarey var í raun þungamiðja atvinnulífs í Borgarnesi seinni hluta síðustu aldar og gegnir enn stóru hlutverki. Þarna er sláturhús, verktakastarfsemi, iðnaður, líkamsrækt og fleiri fjölbreytt atvinnustarfsemi. Vissulega kemur það okkur á óvart að hún sé skilgreind meðal óbyggða en í okkar huga er Brákarey eins tengd Borgarnesi og Skallagrímsgarður eða Englendingavík. Þótt um eyju sé að ræða þá hefur hún verið tengd með brú svo lengi sem elstu menn muna,“ segir Stefán Broddi og nefnir að nú sé í gangi vinna á vegum sveitarfélagsins við nýtt skipulag í eynni með áherslu á frekari uppbyggingu atvinnulífs og íbúabyggðar.

„Það er því óvænt afstaða að ríkið líti Brákarey sömu augum og að um óbyggt hálendi væri að ræða.“

Stefán segist velta fyrir sér tilganginum með jafn víðtækri kröfulýsingu og þessari hjá ríkinu.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert