Guðni gagnrýnir rússnesk stjórnvöld

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands hefur tjáð sig um andlát rúss­neska stjórn­ar­and­stæðinginn Al­ex­ei Navalní á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter).

Þar segir Guðni andlát Navalní vera mikið áhyggjuefni og það sé til vitnis um þöggun rússneskra yfirvalda á andstæðingum sínum. 

Fyrr í dag tjáði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sig um andlátið á sama samfélagsmiðli.

Í færslunni segir Guðni hug sinn vera hjá fjölskyldu og vinum Navalní  og öllum þeim sem halda áfram að berjast gegn kúgun og fyrir lýðræðislegum réttindum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert