Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur tjáð sig um andlát rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter).
Þar segir Guðni andlát Navalní vera mikið áhyggjuefni og það sé til vitnis um þöggun rússneskra yfirvalda á andstæðingum sínum.
The death of Alexei Navalny in a Russian prison is deeply disturbing and a testament to the regime's continued silencing of political opponents. My thoughts are with his family and friends, and with all those who continue to fight against oppression for their democratic rights.
— President of Iceland (@PresidentISL) February 16, 2024
Fyrr í dag tjáði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sig um andlátið á sama samfélagsmiðli.
Í færslunni segir Guðni hug sinn vera hjá fjölskyldu og vinum Navalní og öllum þeim sem halda áfram að berjast gegn kúgun og fyrir lýðræðislegum réttindum sínum.