Ísland að dragast aftur úr

Höfuðborgin er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Höfuðborgin er vinsæll áfangastaður ferðamanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er að drag­ast aft­ur úr í alþjóðlegri sam­keppni um ferðamenn.

Þetta seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Þurfa meira fé

Marg­ir þætt­ir spila sam­an sem valda þessu að sögn Jó­hann­es­ar. Nefn­ir hann ýmsa þætti eins og til dæm­is það að á Íslandi sé ekki veitt nægi­legu fé í neyt­enda­markaðssetn­ingu.

Ný­lega veitti menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra 100 millj­ón­um króna í slíka markaðssetn­ingu vegna jarðhrær­ing­anna á Reykja­nesskaga, en það sé aðeins dropi í hafið ef við ætl­um í al­menni­lega sam­keppni við ná­grannaþjóðir.

„Við erum til dæm­is að horfa á það að Finna­ir hef­ur, vegna þess að þau geta ekki leng­ur flogið yfir Rúss­land og Asíu­markaður­inn hef­ur verið þeim lokaður í nokk­ur ár, beint sjón­um sín­um mun meira að Banda­ríkj­un­um. Þannig að sam­keppn­in meðal Norður­land­anna um banda­ríska markaðinn hef­ur auk­ist. Það er ekki síst vegna þess að markaðssetn­ing hjá þess­um þjóðum tók veru­lega við sér eft­ir far­ald­ur­inn þegar við hins veg­ar dróg­um úr henni,“ seg­ir Jó­hann­es.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. mbl.is/​mbl.is

Há verðbóla hef­ur áhrif

Þá eru fleiri þætt­ir sem hafa áhrif á sam­keppn­is­stöðu Íslands eins og til dæm­is hærri og þrálát­ari verðbólga en í ná­granna­lönd­um og öðrum sam­keppn­is­ríkj­um Íslands.

„Og vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar hef­ur verðlagið líka hækkað á ýms­um ferðaþjón­ustu­vör­um, gist­ingu o.fl., en gengi krónu hef­ur líka sitt að segja. Því eru ýms­ir þætt­ir sem valda því að við erum að drag­ast aðeins aft­ur úr í þess­ari alþjóðlegu sam­keppni.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert