Barn ók á 150 kílómetra hraða

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Rétt eft­ir klukk­an hálf fimm í nótt hóf lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir­för á eft­ir bif­reið sem sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um. Í ljós kom að ökumaður­inn var 15 ára. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu og seg­ir þar að öku­hraði bif­reiðar­inn­ar hafi náð mest um 150 km/​klst. 

Þá ók ökumaður­inn á gang­stétt­um og stíg­um til að reyna að kom­ast und­an lög­reglu. 

Eft­ir stutta eft­ir­för var öku­tækið stöðvað og ökumaður og farþegi hand­tekn­ir. 

Í ljós kom að báðir ein­stak­ling­arn­ir voru 15 ára og var þá haft sam­band við for­eldra sem komu á lög­reglu­stöð. 

„Mikið mildi að eng­in meidd­ist við eft­ir­för­ina,“ seg­ir í færslu lög­reglu. 

Barði í bíla og öskraði á fólk

Rétt eft­ir klukk­an tvö í nótt var ein­stak­ling­ur hand­tek­inn í miðbæ Reykja­vík­ur þar sem hann var að berja í bíla og öskra á fólk. 

Við leit á mann­in­um fannst bar­efli sem var hald­lagt af lög­reglu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka