Barn ók á 150 kílómetra hraða

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Rétt eftir klukkan hálf fimm í nótt hóf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftirför á eftir bifreið sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Í ljós kom að ökumaðurinn var 15 ára. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu og segir þar að ökuhraði bifreiðarinnar hafi náð mest um 150 km/klst. 

Þá ók ökumaðurinn á gangstéttum og stígum til að reyna að komast undan lögreglu. 

Eftir stutta eftirför var ökutækið stöðvað og ökumaður og farþegi handteknir. 

Í ljós kom að báðir einstaklingarnir voru 15 ára og var þá haft samband við foreldra sem komu á lögreglustöð. 

„Mikið mildi að engin meiddist við eftirförina,“ segir í færslu lögreglu. 

Barði í bíla og öskraði á fólk

Rétt eftir klukkan tvö í nótt var einstaklingur handtekinn í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann var að berja í bíla og öskra á fólk. 

Við leit á manninum fannst barefli sem var haldlagt af lögreglu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert