Össur segir Kristrúnu ekki boða stefnubreytingu

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar. mbl.is/Eyþór

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, segir því fara fjarri að Kristrún Frostadóttir sé að færa Samfylkinguna lengra til hægri í von um atkvæði, með því að lýsa því yfir að hælisleitendakerfið á Íslandi sé ósjálfbært.

„Ég var allsendis ósammála glöggum prófessor og skarpasta álitsgjafa miðlanna þegar hann skilgreindi orð Kristrúnar Frostadóttur í hlaðvarpsspjalli um útlendinga á Íslandi sem skýra stefnubreytingu hennar og Samfylkingarinnar,“ skrifar Össur í pistli á Facebook og á þar við orð Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í viðtali við Rúv.

Aldrei stefnan að opna dyrnar fyrir efnahagslegum flóttamönnum

Össur rekur stefnu flokksins í málefnum flóttamanna og segir meginstefnu hans vera að á Íslandi ættu þeir að eiga skjól sem flúðu vegna hættu á að vera fangelsaðir, pyntaðir eða teknir af lífi vegna skoðana sinna. 

„Flokkurinn var aldrei þeirrar skoðunar að það ætti að opna sérstaklega dyr fyrir þeim sem kalla má efnahagslega flóttamenn frá þróunarlöndum – einsog Sjálfstæðisflokkurinn heimilaði um hríð,“ skrifar Össur og heldur áfram:

„Þess í stað var það okkar stefna að framlag Íslands ætti að vera með beinu liðsinni við að styrkja innviði á viðkomandi svæðum. Smám saman, með góðri ráðgjöf frá sérfræðingum einsog Engilbert Guðmundssyni, fluttist þessi áhersla yfir í stuðning við heilbrigðis- og menntamál með áherslu á mæður og börn.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/02/16/nalgun_kristrunar_raunsae/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/02/18/mer_finnst_thetta_full_harka_leg_gagn_ryni/

„Opin eða lokuð landamæri?“

Þá nefnir Össur að Ísland sé með opin landamæri við lönd Evrópusambandsins og þangað sæki Ísland tugþúsundir ti starfa innan atvinnulífsins. Loks skýtur fyrrverandi ráðherrann föstum skotum á Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur farið með málaflokkinn undanfarin ár.

„Opin eða lokuð landamæri? Við erum með opin landamæri við lönd Evrópusambandsins og sækjum þangað tugþúsundir til starfa innan atvinnulífsins hér á landi. Ég hika ekki við að fullyrða að útlendingar standa undir miklu stærri hluta af velferð Íslands en flestir gera sér grein fyrir, og án þeirra væri verðbólga hér miklu hærri og án efa vextir líka. Hvar væri byggingarstarfsemi og ferðaþjónusta stödd án þeirra? Eða fiskvinnsla? Meðal mistaka Sjálfstæðisflokksins er að hafa ekki náð að skapa farveg til að koma þeim sem hér fá alþjóðlega vernd betur inn í samfélagið, ekki síst atvinnulífið, þeim og okkur til hagsbóta.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka