Vill betri aðlögun og vinna gegn ójöfnuði

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, seg­ir mjög mik­il­vægt að rík­is­stjórn­in nálg­ist mál­efni út­lend­inga með heild­stæðari hætti. Auk­in sam­fé­lags­fræðsla og tungu­mála­kennsla séu lyk­il­atriði í inn­gild­ingu út­lend­inga í sam­fé­lagið. 

Rík­is­stjórn­in sam­mælt­ist í dag um aðgerðir í mál­efn­um um­sækj­enda um alþjóðlega vernd, flótta­fólks og inn­flytj­enda.

Í sam­tali við mbl.is sagði ráðherr­ann þörf á að horfa á allt ferlið í heild sinni frá því að mann­eskja komi til lands­ins, hvort sem það er inn­flytj­andi frá ESB eða ein­stak­ling­ur sem komi hingað í gegn­um vernd­ar­kerfið.

„Börn inn­flytj­enda eru að fá færri tæki­færi“

„Það snýr þá að aðlög­un að sam­fé­lag­inu, því að ná rót­festu hérna og inn­gild­ingu flótta­fólks og annarra inn­flytj­enda hér á landi,“ sagði ráðherr­ann og bætti við að lyk­il­atriði í þeirri stefnu væri að vinna gegn stétta­skipt­ingu og ójöfnuði í sam­fé­lag­inu óháð því hvaðan fólk kæmi. 

„Við erum að sjá að börn inn­flytj­enda eru að fá færri tæki­færi, þau eru að detta úr skóla. Við erum að sjá að ís­lensku­kunn­átta inn­flytj­enda, al­mennt, er ekki nærri því nógu góð sem dreg­ur úr lík­um á að þau geti náð rót­festu í sam­fé­lag­inu og fengið að blómstra hérna.“

Spurður hvernig slík stefna muni raun­ger­ast inn­an hans ráðuneyt­is­ins seg­ir ráðherr­ann nú unnið að lög­gjöf um inn­gild­ingu og mót­töku fólks hér á landi. Einnig sé fram­halds­fræðsla sem lýt­ur að ís­lensku­kennslu fyr­ir út­lend­inga til end­ur­skoðunar. 

„Við erum að horfa til þess að auka sam­fé­lags­fræðslu til inn­flytj­enda og þá erum við ekki síst að horfa til þess hvers kon­ar sam­fé­lag er Ísland. Hvernig áttu að leita upp­lýs­inga, hvernig kerfið virk­ar og hvaða gildi eru það sem ís­lenskt sam­fé­lag bygg­ir á. Þar með talið jafn­rétti kynj­anna, hinseg­in fólks, rétt­inda­mál fatlaðs fólks, tján­ing­ar­frelsi o.s.frv.“

Auka tæki­færi inn­flytj­enda á vinnu­markaði

Hann seg­ir slíka heild­ræna stefnu einnig horfa til þess að auka tæki­færi inn­flytj­enda sem hingað koma, sum hver mjög vel menntuð en fái ekki mennt­un sína metna að verðleik­um, né þá reynslu sem þau hafa öðlast í fyrri störf­um sín­um ann­ars staðar í heim­in­um.

„Það er gott fyr­ir sam­fé­lagið að reyna að nýta það bet­ur.“

Þá nefn­ir hann einnig sem dæmi að mik­il­vægt sé að koma á breyt­ingu er varða at­vinnu­leyfi út­lend­inga. 

„Að breyta því með þeim hætti að þú sért ekki háður vinnu­veit­enda þínum. Að at­vinnu­leyfið sé tengt ein­stak­lingn­um en ekki vinnu­veit­enda þínum. Með því móti eig­ir þú rík­ari mögu­leika á að geta skipt um vinnu án þess að ótt­ast að þurfa fara úr landi. Þetta er rosa­lega stórt rétt­inda­mál fyr­ir út­lend­inga sem starfa hér á landi.“

Staðan ekki góð

Spurður um inn­leiðingu bú­setu­úr­ræða fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk seg­ir ráðherr­ann þar tvennt sem sér­stak­lega þurfi að líta til en það sé ann­ars veg­ar mót­töku­úr­ræði fyr­ir fólk sem hingað sé ný­komið og hvers kyns bú­setu­úr­ræði verði fyr­ir fólk sem hafi fengið end­an­lega synj­un. 

„Staðan í dag í þeim mál­um – ég held við get­um öll verið sam­mála um að hún er ekki nógu góð. Þannig við vilj­um nálg­ast þetta með víðtæk­ari hætti og setja af stað starfs­hóp sem að ræðir þá hvaða mögu­leik­ar séu í stöðunni,“ seg­ir Guðmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert