Val að gera útlendingamál að kosningamáli

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að styttra sé á …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að styttra sé á milli flokka á þingi í útlendingamálum en margir ætla. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, seg­ir það val að gera út­lend­inga­mál að kosn­inga­máli og tel­ur það ekki skyn­sam­legt að gera málið að slíku.

Þetta kom fram í ræðu Þor­gerðar á þing­fundi fyrr í dag und­ir mála­flokkn­um störf þings­ins. 

„Verðbólga í yf­ir­lýs­ing­um“

„Virðulegi for­seti, það er verðbólga í land­inu. Það er líka verðbólga í yf­ir­lýs­ing­um, meðal ann­ars þegar kem­ur að út­lend­inga­mál­um,“ sagði Þor­gerður. 

Hún taldi svo að styttra væri á milli flokka á þing­inu í mála­flokk­in­um en marg­ir ætla og því væri hið eina í stöðunni að vinna sam­an að lausn.

Seg­ir það val að gera út­lend­inga­mál að kosn­inga­máli 

„Ég vil fara í kosn­ing­ar til að ræða orku­skipti, orku­mál, at­vinnu­stefnu, mik­il­vægi þess að vera með skyn­sam­lega og hóf­lega skatt­heimtu, ræða um einka­rekst­ur í heil­brigðisþjón­ustu, ræða mennta­mál,“ sagði Þor­gerður og sagði út­lend­inga­mál ekki verða það flókn­asta í þessu sam­hengi. 

„Það er val að gera það að kosn­inga­máli. Það er val að láta öfgarn­ar og yf­ir­lýs­ing­ar ráða. Ég vil láta skyn­sem­ina ráða. Ég vil að það verði raun­sæi í okk­ar nálg­un og við sýn­um mennsku og mannúð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert