Hert öryggisgæsla við Alþingishúsið

Rampurinn niður í bílakjallara Alþingis er með slá fyrir.
Rampurinn niður í bílakjallara Alþingis er með slá fyrir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eðli málsins samkvæmt er aukin öryggisgæsla á Alþingi þegar mótmæli eru. Að öðru leyti getum við ekki tjáð okkur um öryggisráðstafanir þingsins,“ sagði Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis í skriflegu svari til Morgunblaðsins, þegar leitað var eftir upplýsingum frá henni um auknar öryggisráðstafanir á Alþingi sem og í bílakjallara þingsins.

Til aukins eftirlits hefur verið gripið í kjölfar þess að mótmælandi, fullorðinn karlmaður, sem hélt til við þinghúsið í mótmælaaðgerðum Palestínumanna og stuðningsmanna þeirra á dögunum, henti klakastykki, að því er talið er, í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur alþingismanns á leið hennar út úr bílakjallara þingsins og veittist síðan að henni í kjölfarið með ókvæðisorðum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert