Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að miklar líkur séu á því að Rússar myndu ráðast á Ísland og Keflavíkurstöðina ef til átaka kemur á milli Rússa og Atlantshafsbandalagsins, og að þær líkur myndu aukast eftir því sem slíkt stríð drægist á langinn.
Hoffmann varar einnig við því að Rússar gætu reynt innrás í Eystrasaltsríkin á næstu tveimur til þremur árum, þar sem þeir myndu reyna að magna átökin nóg í upphafi til þess að fæla hin ríki bandalagsins frá því að koma þeim til varnar. Almenningur í NATO-ríkjunum þurfi því að fara að leiða hugann að þeim möguleika að stríð brjótist út á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.