Líklegt að ráðist yrði á Keflavíkurstöðina í stríði

Hersýning í Rússlandi á síðasta ári. Rússar eru sagðir undirbúa …
Hersýning í Rússlandi á síðasta ári. Rússar eru sagðir undirbúa sig fyrir átök við NATO-ríkin. AFP/Gavriil Grigorov

Fabi­an Hoff­mann, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um og eld­flauga­hernaði, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að mikl­ar lík­ur séu á því að Rúss­ar myndu ráðast á Ísland og Kefla­vík­ur­stöðina ef til átaka kem­ur á milli Rússa og Atlants­hafs­banda­lags­ins, og að þær lík­ur myndu aukast eft­ir því sem slíkt stríð dræg­ist á lang­inn.

Hoff­mann var­ar einnig við því að Rúss­ar gætu reynt inn­rás í Eystra­salts­rík­in á næstu tveim­ur til þrem­ur árum, þar sem þeir myndu reyna að magna átök­in nóg í upp­hafi til þess að fæla hin ríki banda­lags­ins frá því að koma þeim til varn­ar. Al­menn­ing­ur í NATO-ríkj­un­um þurfi því að fara að leiða hug­ann að þeim mögu­leika að stríð brjót­ist út á milli Rúss­lands og Atlants­hafs­banda­lags­ins. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert