Telur Rússa hafa áætlanir fyrir Keflavíkurflugvöll

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og herþota norska hersins á Keflavíkurflugvelli.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og herþota norska hersins á Keflavíkurflugvelli. Samsett mynd/AFP/Eggert Jóhannesson

Lík­legt þykir að borg­ara­leg­ir innviðir á borð við flug­velli væru of­ar­lega á skot­markalista Rússa, komi til þess að þeir ráðist á ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins á næstu árum.

„Góðu frétt­irn­ar fyr­ir Ísland eru að ég held ekki að landið ykk­ar yrði for­gangs­skot­mark fyr­ir Rússa þegar kæmi að stig­mögn­un átak­anna,“ seg­ir Fabi­an Hoff­mann, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um og eld­flauga­hernaði, í ít­ar­legu sam­tali í Morg­un­blaðinu sem kom út á fimmtu­dag.

„Það eru stefnu­smiðir í Evr­ópu sem eru nær Rúss­um og eru mik­il­væg­ari skot­mörk fyr­ir þá,“ seg­ir hann þegar talið berst að Kefla­vík­ur­flug­velli og varn­ar­viðbúnaði Íslend­inga.

Slæmu frétt­irn­ar

„Slæmu frétt­irn­ar eru þær að það eru engu að síður mikl­ar lík­ur á því að Ísland yrði fyr­ir árás­um, því að landið yrði að mik­il­vægri miðstöð fyr­ir Banda­ríkja­menn og liðsflutn­inga þeirra til Evr­ópu, og það eru eng­ar lík­ur á því að Rúss­ar myndu líta fram­hjá því,“ seg­ir Hoff­mann, sem bæt­ir við að hann hafi þó ekki inn­sýn í það hvernig Rúss­ar teldu sig best geta mætt þeirri hættu.

„En ég er nokkuð viss um að þeir hafa áætlan­ir um hvernig þeir muni tak­ast á við þenn­an flug­völl og mögu­leg­an liðssafnað Banda­ríkja­manna þar,“ seg­ir Hoff­mann.

Frá sjón­ar­hóli Rússa myndu þeir hafa nokkuð góða ástæðu til þess að ráðast á Kefla­vík, ekki síst ef átök­in drag­ast á lang­inn og Banda­ríkja­menn fara að senda herlið yfir Atlants­hafið í stór­um stíl.

Tvö ár eru liðin um þess­ar mund­ir frá því Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Þess­um tíma­mót­um hafa verið gerð góð skil í Morg­un­blaðinu síðustu daga og svo verður áfram næstu daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert